Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði einhverra hluta vegna bitið það í mig að þessi mynd væri ofurhæg og væmin mynd sem væri ekki fyrir mig. Annað kom heldur betur á daginn. Moulin Rouge kom mér gríðarlega á óvart með hröðum og góðum söguþræði, góðum lögum, frábærum dansatriðum (Roxanne atriðið stendur þó sérstaklega uppúr) og miklum ævintýrablæ. Nicole Kidman og Evan McGregor fara afar vel með sín hlutverk og söngur þeirra (en þau syngja allt sjálf) er óaðfinnanlegur. Kvikmyndataka og klipping er með allra besta móti og myndin í heild er hrein og tær snilld. Ég skelli á hana fjórum stjörnum og broskalli til viðbótar fyrir að vera frumleg og öðruvísi í alla staði :O)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Emma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Til þess að fíla þessa mynd þarftu að hafa húmor fyrir Bretum og yfirborðslegri hegðun þeirra hér áður fyrr. Þú verður að þola smá skammt af væmni og síðast en ekki síst að hafa yndi af rómantískum gamanmyndum. Persónur myndarinnar eru stórskemmtilegar og Gwyneth Paltrow fer algjörlega á kostum sem Emma en í raun má þó segja að allir leikararnir standi sig frábærlega. Þessi mynd á örugglega eftir að koma þér á óvart og er kjörin á fyrsta deiti ef heilla á stúlku og koma af stað rómantískri stemmningu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Boys Don't Cry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi sáralítið um þessa mynd þegar ég sá hana en hafði heyrt sérdeilis magnaðar lýsingar. Myndin fór þó afskaplega rólega af stað og það munaði ekki miklu að ég hefði hreinlega hætt að horfa á hana. En það er óhætt að segja að myndin hafi farið stöðugt batnandi og ég átti hreinlega ekki orð þegar hún var búin. Þessi mynd skilur mikið eftir sig en þar sem mér þótti hún óþarflega langdregin í byrjun gef ég henni ekki meira en þrjár stjörnur en annars hefði ég sennilega gefið henni hálfa til viðbótar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sliding Doors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur einhvern tíma leitt hugann að því hvað það er sem stjórni þessu öllu saman, hvort manni séu ætluð einhver ákveðin örlög eða hvort hver ákvörðun sem maður tekur hafi bein áhrif á það sem eftir er lífsins, þá er þetta mynd sem þú ættir tvímælalaust að kíkja á. Hér er einmitt fjallað um þetta og á svona líka stórskemmtilegan hátt. Myndin byrjar sem ósköp venjuleg mynd en eitt atvik verður til þess að hún skiptist í tvær aðskildar sögur sem fléttast saman og útkoman er hreint út sagt frábær. Svo spillir góður leikur Gwyneth Paltrow og hins skemmtilega skrýtna John Hannah ekki fyrir. Þetta er semsagt ekki þessi týpíska formúlu mynd heldur er greinilega lögð smá pæling í hana. Tékkaðu á þessari... Hún mun áreiðanlega koma þér á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cast Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að allir geti verið nokkuð sammála um það að Tom Hanks sé einn allra besti leikari samtímans og ekki klikkar hann í þessari mynd, leikur hans er óaðfinnanlegur. Sömu sögu er að segja um kvikmyndatökuna. Sagan er átakanleg og svo sem góð út af fyrir sig... (maður verður strandaglópur á eyðieyju og bíður þess að verða bjargað en þegar ekkert bólar á björgunarmönnunum þarf hann að taka til sinna eigin ráða) ... En ég varð samt sem áður fyrir miklum vonbrigðum. Myndin hefði allt eins getað verið 90 mínútur í stað 143. Vegna frábærs leiks og listræns útlits gef ég henni ekki minna en ef þú ert þreytt/ur þá skaltu ekki hika við að taka þessa mynd...það er ekkert ólíklegt að þú sofnir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem myndin hefur:: flottar dömur, flottir bílar og tæknibrellur. Það sem myndin hefur ekki:: spennandi söguþráð, mikið skemmtanagildi. Þessi mynd er ekki ein af þeim sem Nicolas Cage og Angelina Jolie geta stært sig af..... það eina sem gerir hana þess virði að horfa á eru kostirnir sem ég nefndi hér að ofan og ef þið hafið ekki mikinn áhuga á þeim þá getiði alveg sleppt því að taka myndina!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Matrix er tvímælalaust með allra bestu myndum sem ég hef séð. Hún er náttúrulega fyrir það fyrsta ofurflott. Hún inniheldur líka stórleikara á borð við Laurence Fishburne og Keanu Reeves og með þessari mynd stökk hin ofursvala Carrie-Anne Moss upp á stjörnuhimininn. Myndin kemur með ferska strauma með sér inn í kvikmyndaheiminn, gríðarspennandi og margslunginn söguþráð sem kemst ekki hjá því að vekja mann til smá umhugsunar um framtíðina og heiminn sem við lifum í. Mynd sem ég get óhikað mælt með fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Girl, Interrupted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrein snilld fyrir leikunnendur þar sem leikur í myndinni er hreint út sagt frábær. Winona Ryder stendur sig með stakri prýði í aðalhlutverkinu en þó er óhætt að segja að Angelina Jolie steli senunni með stórfenglegum leik í hlutverki truflaðrar ungrar konu. Þessar tvær gera það að verkum að áhorfandanum verður strax annt um afdrif þeirra og söguþráðurinn heldur honum föngnum þar til yfir lýkur. Frábær mynd og ekki orð um það meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum með þessa framhaldsmynd af snilldarmyndinni Silence of the Lambs. Anthony Hopkins stendur sig nú samt alveg hreint ágætlega í hlutverki hins vingjarnlega en þó hrollvekjandi Hannibal. Það er aftur á móti söguþráðurinn sem er ekki alveg að dansa og að mínu mati var myndin ekki nándar nógu viðbjóðslega scary og hún hefði átt að vera fyrir utan kannski eitt atriði. Þetta er ágætis afþreying en ekki búast við neitt í líkingu við Silence of the lambs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swordfish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hörkugóður þriller með upphafsatriði sem fær hárin til að rísa á höfðinu og kalt vatn renna milli skinns og hörunds. Tæknibrellurnar og hasaratriðin í myndinni eru svaðaleg svo ekki sé meira sagt. John Travolta er svo mikill töffari í myndinni að slíkt hefur ekki sést í áraraðir og Halle Berry sýnir fagran líkamann, karlpeningnum vafalaust til mikillar ánægju. Þessi mynd er einstaklega góð afþreying en það er eitthvað sem vantar... ... ... til þess að myndin verðskuldi fleiri stjörnur. Hún skilur ekki alveg nógu mikið eftir sig ... en samt sem áður þrusugóð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cruel Intentions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að þessi mynd hafi komið mér verulega á óvart. Ég átti von á einhverri unglingaþvælu en sú reyndist nú heldur betur ekki vera raunin. Illkvitnin í myndinni er raunar alveg unaðsleg en svo skýn sakleysið og góðmennskan annað slagið í gegn sem gerir það að verkum að áhorfandinn sveiflast milli sterkra andstæðra tilfinninga. Ég vil ekki segja of mikið um söguþráðinn svo ég eyðileggi ekki alla skemmtunina, eins og svo margir aðrir virðast hafa mikla þörf fyrir og segi einfaldlega: Sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei