Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ice Age: The Meltdown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Ice Age 2 með þeim væntingum að hún yrði ekki síðri en sú fyrri.

Og viti menn, ég varð ekki fyrir vonbrigðum, nema kannski fyrir utan söguþráðinn, fannst hann of þunnur, einfaldur, bara óspennandi.



Scratch, eða hvað sem litli óheppni íkorninn heitir fer á kostum, enda mun meira í þessari heldur enn þeirri fyrri.

Svo fáum við að kynnast nýjum characterum, sem mér fannst nauðsynlegt til þess að mynd gæti skilað sýnu, sem hún gerði með sóma.



Mjög góð fjölskyldu-skemmtun, þessi verður skyldueign þegar hún kemur út á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lucky Number Slevin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst og fremst vil ég segja að þetta er í fyrst skipti sem mér hefur líkað við frammistöðu Josh Hartnett (Slevin).

Sevin er afar óheppinn náungi, og er engan veginn að fara sleppa léttilega úr þeim hremmingum sem hann lendir í.



Annars finnst mér fléttan í myndinni þræl fín og að sjálfsögðu klassa leikarar hér á ferð.

Eins og einhver annar tók hér fram, minnir hún mann á The Usual Suspects.

Í rauninni ekkert meira hægt að segja, held ég.



Góð mynd, flestir ættu að geta labbað sáttir út af þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hills Have Eyes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The hills have eyes fjallar í stuttu máli um venjulega fjölskyldu sem eru á leiðinni til kaliforníu að halda upp á brúðkaupsafmæli foreldranna.



Þau ákveða að keyra, og á leiðinni eru þau leidd í gildru, af stökkbreyttu fólki sem kom illa út úr kjarnorku-æfingum yfirvalda Bandaríkjanna.



Góð hryllingsmynd sem slík, finnst hún samt ekki nálægt því jafn ógeðsleg og margir hafa lýst.

Þessi mynd virkar mjög á mann, að minsta kosti mig. Þar sem fjölskyldan er svo eðlileg, og skemmtileg á sinn hátt, að maður vill engan veginn að þetta fólk lendi í þessum aðstæðum.

Sem er meira en ég get sagt um margar myndir af þessum toga.



Eitt er þó víst að það er gert mikið úr því að bregða manni, er feginn að ég fékk mér ekki popp á þessari sýningu því ég hefði sennilega kafnað.



Góð mynd fyrir bregðu/hrollvekju fýkla.






Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World's Fastest Indian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The World's Fastest indian er þræl-skemmtileg mynd um sérvitringinn, Burt Monro (Anthony Hopkins) sem býr í Invercargill á Nýja Sjálandi.

Maður sem helgaði æfi sinni í að breyta 1920 Indian Mótorhjóli í heimsins hraðskreðasta mótorhjól undir 1000 kúbikum, og setti í kjölfarið heimsmet, sem enn stendur.

Myndin fjallar að mestu leiti um ferð hans til Bonneville salt eyðimerkurinnar í Utah, USA. Þar sem hann hyggðist mæla hraðann á hjólinu.

Ferðinn hans reynist stórskemmtileg, og nær hann sér út úr öllum vandræðum með óborganlegri kurteisi og heppni.

Hann eignast marga vini á skömmum tíma og fær atvinnu-tilboð í þokkabót.



Anthony Hopkins tekur sig frábærlega út í þessu hlutverki og mér finnst hann eiga fullt hús stiga skilið, enda frábær leikari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waiting...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um ungann mann að nafni Dean(22)(Justin Long) sem starfar sem þjónn á veitingastaðnum Shenaniganz, finnst honum ekkert að því ...fyrr en hann kemst að því að annar drengur að nafni Chett, sem á að hafa verið með honum Menntaskóla, er kominn með Starf hjá virtu fyrirtæki, sem fær Dean til að sjá eftir þessum 4 árum sem hann hefur sóað á Shenaniganz við að gera ekkert nema vinna, drekka sig fullan og reykja kanabisefni með starfsfélögum sínum.

Monty (Ryan Renolds) er vinur Deans og er í nákvæmlega sömu stöðu, en er á hinn boginn alveg skítsama um það, þar sem partý, dóp og kynlíf með ólögráða stelpum er hærra á forgangslistanum.

Monty fær það verkefni að þjálfa Mitch (John Francis Daley), nýjann feiminn starfsmann.

Á einni vakt fær Mitch að kynnast skrítna starfsfólkinu á Shenaniganz.

Sem meðal annars inni heldur gömlu sorakjafts kærustu Mitch, hana Serena (Anna Faris), lúðalega, bitra og leiðinlega yfirmanninn Dan (David Koechner), og yfir kokkinn hann Raddimus, sem er með typpaleikinn sem er stundaður á veitingahúsinu á heilanum.



Ég skemmti mér konunglega, og miðað við hópinn sem horfði á hana með mér skemmtu þau sér vel einnig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei