Gagnrýni eftir:
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er algjör, takmarkalaus og kristaltær snilld! Hins vegar vil ég benda fólki sem getur ekki horft á kínverk ævintýri og verður að hlægja að ævintýralegum stökkum og bardagakúnstum að halda sig frekar við Stallone og Van Damme. Stemmingin í hádramatískum bardagaatriðum á það til að skemmast ef einhver bjáni verður að hlægja fyrir aftan mann.
I Kina spiser de hunde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gjörsamlega takmarkalaus snilld! Húmorinn er geðveikur og kolsvartur og ég held að allir nema stífustu listaspírur sem vilja ekki sjá blóð eigi að fara á myndina og ekki seinna en núna!
Splendor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var nú aldeilis sérstök mynd! Hún hefur það kannski sem sinn stærsta kost að vera fín og hressileg tilbreyting frá hefðbundnum myndum. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn utan þess að í myndinni er mikið kynlíf og þónokkur húmor. Væmnikaflar komu svo vitaskuld og stundum sat maður í sætinu og hristi hreinlega hausinn yfir því sem gekk á en það var nú allt í lagi. Ekkert blóð, bara saklausar pælingar og endar svo auðvitað eins og amerískar myndir gera alltaf ... en umfram allt tilbreyting.