Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skrapp í bíó um jólin, bara svona upp á gamanið og Eragon var fyrir valinu. Þetta er án efa ein versta mynd ársins, leikurinn leiðinlegur, flæðið á myndinni nánast ekkert og söguþráðurinn nánast tekinn úr LOTR, Star Wars og Harry Potter. Það er ekkert frumlegt við þessa mynd og hún kemur manni ekkert á óvart. Persónunrnar eru mjög þunnar og leiðinlegar og á tímabili, mjög kjánalegar. Ég mun hugsa tvisar um að fara á framhaldið, Eldest, þ.e.a.s. ef þeir hafa ennþá kjarkinn í að gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Begins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leðurblakan er komin aftur og bókstaflega endurfædd. Bruce Wayne (Christian Bale) er ríkur glaumgosi sem tekur að sér að hreinsa til í hinni spilltri Gotham-borg. Hann fær þjálfum frá Skuggadeildinni (The league of shadows) og verður góður í bardagalistum. Þessi mynd er að mínu mati besta Batman-myndin ásamt Batman frá 1989. Christopher Nolan tók þetta verkefni að sér og gerði mjög vel. Leikstjórnin er frábær og Hans Zimmer gerir mjög góða og kraftmikla tónlist. Þessi mynd er í topp fimm yfir bestu myndum árið 2005.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter er kominn aftur og lendir aftur (þvílík tilviljun) í lífshættulegum ævintýrum. Það gengur sá orðrómur um skólann að gamall klefi sem heitir Leyniklefinn sé að opnast og ófreskja sé að fara sleppa út. Þremenningarnir reyna að leysa vandann eins og vanalega og lenta í gífurlegri lífsreynslu. Þessi mynd er skemmtileg en samt ekki jafn skemmtileg og sú fyrsta í röðinni. Þetta er síðasta Harry Potter myndin sem Chris Columbus leikstýrir og síðasta mynd sem Harry Potter mynd sem Richard Harris (Dumbledore) lék í áður en hann lést.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter og viskusteinninn er byggð á fyrstu Harry Potter bókinni. Hún fjallar um Harry Potter sem á 11. afmælisdeginum sínum fær bréf frá Hogwarts-skóla þar sem honum er boðið inngöngu. Þetta er enginn venjulegur skóli heldur skóli sem kennir fólki að vera galdrafólk.

Harry Potter þarf hins vegar að horfast í augu við sannleikan sem er að foreldrar hans voru myrtir af vondum galdramanni sem heitir Voldemort og það að Voldemort sé að leita hefnda á Harry sjálfum. Þessi mynd er skemmtileg og er fínasta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég tel sjálfan mig vera ágætan Harry Potter aðdáandi og hef haft gaman að öllum myndunum, en nú er þetta orðið spennandi. Nýjasta Harry Potter myndin er án efa langbesta í seríunni. Myndin er miklu dekkri og miklu meira spennandi en hinar þrjár sem hafa komið út.

Harry Potter hefur verið valinn til að taka þátt í keppni þar sem fulltrúar þriggja skólar keppa í um titillinn meistarinn. En þótt að þrír hafa verið valdir af hinum leyndardómafulla eldbikarnum, var Harry Potter valinn líka. Þar sem allir í skólanum eru hissa og skelfdir myndast atburðarrás sem er bæði skemmtileg og spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Auðvitað vita flestir menn á vesturheimi hvaða skepna King Kong er. Það er auðvitað risastór górilla sem er góðhjörtuð en samt á það til að vera skapstór og byrjar að henda bílum. Myndin byrjar á því að Carl Denham (Jack Black) hefur komist yfir kort sem á að benda á týndu eyju sem kallast Hauskúpueyja. Hann vill endilega geta að tekið upp sínu nýju mynd þarna með fögru leikkonunni Ann Darrow (Naomi Watts) og rithöfundinum Jack Driscoll (Adrien Brody). En ekki er allt með felldu á þessari eyju og mikið og margt spennandi gerist t.d. hitta þau górilluna góðhjörtuðu Kong.

Myndin sjálf er fín, söguþráðurinn er góður og leikurinn er ágætur hjá leikurunum. En það sem fór í taugarnar á mér við þessa mynd er það að Peter Jackson veit ekki hvenær hann á að stoppa þ.e.a.s. með tæknibrellurnar. Þetta var orðið á köflum mjög mikið tæknibrelluflipp sem var ekki að hjálpa söguþræðinum neitt. Þetta minnti stundum á Matrix Reloaded á þann veg að t.d. bardagaatriðið á milli King Kong og risaeðlurnar var orðið mjög þunnt og langdregið. Annað sem fór í taugarnar á mér var það að þessi mynd var orðin frekar óþarflega langdregin, t.d. atriðið á eyjunni. Þetta er mynd sem hægt er að stytta um klukkutíma og samt hægt að koma öllu fram sem kom fram. En þrátt fyrir það er þessu mynd góð og vel gerð t.d. tengslin á milli górillunnar og Ann Darrow sem voru mjög vel gert.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Munich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið 1972 var framið eitt ógeðslegasta hryðjuverk sem í sögu mannkyns. 11 ísraelskir íþróttamenn voru teknir höndum og drepnir af palestínskri hryðjuverkahóp sem kallaði sig “svarti september”. Þetta hryðujuverk skelfdi ísralesku þjóðinna sem og aðrar þjóðir. “Munich” er um þegar Ísraelsmenn hefndu sín með stóraðgerð Mossad (ísraelska leyniþjónustan). Leyniþjónustumaðurinn Avner og hópur af sérsveitarmönnum eru ráðnir af Ísraelsku leyniþjónustunni til að fella 11 hryðjuverkamenn sem eru út um allt í evrópu og mið-austurlöndunum. Þetta verkefni er mjög erfitt fyrir Avner þar sem hann á von á sínu fyrsta barni og var að gera sig tilbúinn fyrir borgaralegt líf.

Myndin er í einu orði lýst sem stórkostlegt meistaraverk. Það sem kom mér á óvart var nýtingin á ljósinu í myndatökunni, enda er Spielberg alltaf að reyna að koma með nýjungar. Eric Bana sýnir líka góðann leik sem Avner og sama má segja með Daniel Craig sem nýlega var valinn sem nýji Bond en hann leikur kaldhæðna Steve. Leikstjórinn Steven Spielberg hefur tekið að sér að gera alls konar myndir og hafa þær verið misgóðar en hérna sýnir hann snilli sína með því að leikstýra “Munich” og það er greinilegt að hann hafi vandað sig enda er þetta besta Spielberg myndin síðan “Minority Report”.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Atburðarrás er nákvæmlega sá sem margir Stjörnustríðs-aðdáendur hafa beðið eftir síðan þeir komu af Return of The Jedi árið 1983. Ég hins vegar hef bara beðið eftir þessu síðan ég var lítill ca. 8 ára. Nú er biðin á enda og Stjörnustríð kafli 3: Hefnd Sith er komin út.


Myndin segir frá þriðja kafla í einni vinsælustu kvikmyndaseríu allra tíma. Hún segir líka frá falli Anakins til myrkruhliðarinnar og umbreytunum í Darth Vader (Svarthöfða). Myndin fer í gegnum skemmtilega atburðarrás þar sem er mikið gerist eins og enda stríðsins, útrýmingu Jedi-riddarana og fæðingu tvíburana. Það sem vantaði í myndina og gerði mig pínu vonsvikin er það að ekkert var sagt frá upphafi uppreisnarinnar. Persónurnar í myndinni voru hver af annari skemmtileg nema vélmennið Grievous hershöfðingi sem var eins og hann hafi verið tekin beint úr einhverri teiknimynd. En maður gat nú ekki annað en að lýta framhjá því vegna þess hversu góð myndin er.

Myndin byrjar á mögnuðu og vel gerðu geimbardagaatriði sem ekki er hægt að lýsa í orðum vegna mikilla yfirburða í tæknibrellum. Söguþráðurinn fer vel af stað og heldur áfram á sama róli gegnum myndina, þ.e.a.s. hún nær að halda sögunni mjög vel. Leikararnir fara á kostum og sérstaklega túlkun Ian McDiarmid á Palpatine keisara, það var hrein snilld að sjá manninn leika þetta í síðasta skiptið og sýna fram á mátt keisarans. Kvikmyndataka og tæknibrellur voru í hæsta gæðaflokki og leikstjórnin var mjög góð, miðað við Episode II: Attack Of The Clones.Þessi mynd verður ávallt í minningunni minni út af því að þetta er síðasta Stjörnustríðsmyndin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo: First Blood Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er um John Rambo (Sylvester Stallone) sem er stríðshetja sem var í Víetnam. Í fyrstu myndinni er hann nýkominn frá Víetnam og ætlar að hitta vin sinn sem var allan tíman látinn. Illvirkur fógeti fer að túska hann til og fer illa með hann og allt fer í bála brand. Í annarri myndinni er hann í fangelsi þegar fyrirverandi yfirmaður Rambo, Samuel Trautman (Richard Crienna) fær hann til að snúa aftur til Víetnam til að bjarga herföngum. Rambo fer á staðinn og kemst hann að því að það liggur miklu meira á bakvið þetta verkefni en vanalega. Skemmtileg mynd fyrir alla og sérstaklega þá sem hafa gaman að hasar, spennu og sprengingum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei