Gagnrýni eftir:
Rock Star0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni stemmingsmynd með mjög svo ólíkum aðalleikurum (Mark Wahlberg og Jennifer Aniston) í mynd sem á að gera upp það tímabil þegar hljómsveitir eins og Bon Jovi og Mötley Crue voru hátindi frægðar sinnar með allt sitt glys og sýndarmennsku. Drengurinn er í hlutverki ungrokkara sem lifir fyrir stærstu hárrokksveit síns tíma, Steel Dragons. Til að votta þeim virðingu sína syngur hann í ábreiðuhljómsveit sem leikur lög þeirra. Aniston fylgir honum í gegnum súrt og sætt sem umboðsmaður sveitarinnar. Einn daginn fær hann svo ósk sína uppfyllta um að fá að vera í sviðsljósinu og upplifa sinn rokkstjörnudraum. Virðist það vera svo að söguþráðurinn týnist í leit myndarinar að andrúmslofti þess tíma og ekki næst að gera eftirminnilega sögu út úr þessu öllu saman. Umfjöllunarefnið býður svo sem ekki upp á neina stórsigra. Þrátt fyrir það ættu hinir ýmsu rokkhundar að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er einmitt styrkur myndarinnar hvað hún nær að fanga stemmingu seinni hluta níunda áratugarins vel. Mark Wahlberg er kominn á svipaðar slóðir og hann var í Boogie Nights hvað varðar aðalhlutnostalgíu-þemamynd. Spurning hvort að maðurinn sé að stefna í fleiri slíkar ræmur á næstunni. Jennifer Aniston hefur litlu úr að moða og þetta bætir hvorki feril hennar í Hollywood né laskar hann.

