Gagnrýni eftir:
The Incredibles0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja ég verð bara að segja að ég hef ekki skemmt mér jafn vel á mynd síðan ég sá Shrek 1 :) þá hló ég gríðalega og núna kom loksins mynd sem náði að toppa Shrek :D. ég hef alltaf verið mikill aðdáandi teiknimynda og þegar tölvugerðar myndir komu fyrst fannst mér það bara frábær þróun! The Incredibles kom loksins í bíó eftir að auglýsingar og brot úr myndinni hefðu verið sýndar víða í marga mánuði, og ég var orðinn frekar spennt! ég sá hana í minnsta sal háskólabíós en það skemmdi sko ekkert fyrir mér eða neinum í salnum heyrðist mér,því að fólk grét úr hlátri allt í kringum mig!! ég get ekki annað en gefið henni mínar allar stærstu stjörnur fyrir bráðfyndið handrit, skemmtilega karktera og vel unna leikmynd!!
ég mæli eindregið með því að allir skelli sér á The Incredibles, krakkarnir, unglingarnir, fullorðafólkið og jafnvel eldra fólkið gæti fundist gaman af þessari! svosannarlega eitthvað fyrir alla!! ;)
er að spá í að skella mér aftur!!
Without a Paddle0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég skellti mér á þessa drepfyndnu mynd með vini mínum um daginn:), ég vissi ekkert hvað ég var að fara á, bara að þetta væri grínmynd, okey mér fannst hún alls ekki byrja vel, svona týpísk mynd en svo rættist heldur betur úr henni og ég lá í krampa það sem eftir var myndarinnar, ég hef ekki séð nema einn af leikurunum áður í mynd og vissi því ekkert við hverju var að búast af hinum.
kanski er þetta bara ég og aulahúmorinn minn en mér fannst hún frábær og ekki lík öðrum unglinga/grínmyndum!...
mæli fastlega með þessari ;D.

