Gagnrýni eftir:
Ocean's Twelve0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd í gær með 2 vinum mínum og afþví að fyrri myndin var svo góð töldu við þessa ekki síðri og fórum því Lúxus sal Álfabakka, við fórum inn, settumst og horfðum á þessa mynd. Eftir smástund varð mér ljóst að þeir sem höfðu allir haft ákveðið hlutverk í fyrri myndini, voru þarna einfaldlega bara til að vera þarna sem var þó alveg fínt vegna þess að annars hefði þessi ræma ekkert skánað eða versnað. Pitt og Zeta-Jones eru parið í myndini eins og Klúný og Róberts höfðu verið í fyrri og fannst mér það ganga afleitlega upp, ekki neinir straumar á milli þeirra. Fyrr utan það var myndin virkilega skemmtileg þar til seinustu 40 mín byrjuðu, þá rak þetta Titanic á sinn ísjaka og úff var þetta skip ekki lengi að sökkva, þvi miður get ég ekki sagt afhverju vegna þess að ég gæti verið að spilla fyrir fólki. Líka annað sem minnst er hér beint fyrir ofan mig, myndin heitir Ocean's Twelve auðvitað þarsem nýr þjófur bættist í krúið alveg undir blálokin og er stóran hluta myndarinar að tala um sjálfa/n sig eða við sjálfa/n sig...

