Gagnrýni eftir:
Planet of the Apes0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Planet of the Apes, sem var gerð 1968, var og er meistarastykki. Þessi mynd hinsvegar virðist ekki hafa sótt mikið á í tæknibrellunum. Aparnir eru reyndar töluvert svona apalegri, og það koma svona spastískar hreyfingar í þá sem og smá svona apagellt inn á milli, áhugavert. Myndin er því miður svolítið misheppnuð, það er einhvernvegin of mikill Hollywood þefur af henni, eins og t.d. þessi tíbýska ánægða apa fjölskylda. Hún er að sjálfsögðu copya af hinni myndinni en það er búið að breyta hlutunum örlítið. Þetta er ágætis afþreying en ég held að þessi mynd verði því miður ekki ofarlega á vinsældarlistum. Hinsvegar, hafi þið ekki séð hina myndina, frá 1968, þá ættuð þið hiklaust að sjá þessa mynd. Því hvernig sem litið er á þetta þá er þetta málefni virkilega áhugavert. Ég gef þessarri mynd tvær og hálfa stjörnu.
Jurassic Park III0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, það verður að segjast að allt þegar þrennt er. En hinsvegar getur þriðja hlut stundum verið ofaukið. Ég ætla nú bara að segja ykkur frá söguþræðinu. Þetta er sama tuggan, stór, pirraður fjaðralaus skógarþröstur sem hefur góða list að þessu blessaða fólki sem er bara í skógarferð. Já, og ekki má gleyma þessum bráðgáfuðu "minni" eðlum sem spjalla saman um daginn og vegin, sérstaklega hvað á að vera í matinn. Þessi mynd er vel gerð hvað varðar tölvugrafík, leikurinn er alveg þokkalegur og hún er alveg ágætis afþreying. Samt sem áður langar manni til að spóla þangað til stóra eðlan kemur og gargar framan í myndavélina. Tvær stjörnur fyrir flotta tölvugrafík en mínus tvær fyrir sápuóperu áttina sem þessi sería er að þróast í.
Freddy Got Fingered0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áhugaverð mynd. Þessi mynd sýnir að enn í dag er hægt að framleiða myndir með glæsilegum klósett húmor. Ef þið þekkið eitthvað til hans vins vors og blóma, Tom Green, þá held ég að þið vitið nákvæmlega hvað þið eruð að fara á, ég verð að segja að mér finnst svolítill keimur af Jim Carrey þarna með. Að mínu mati á ekki að sleppa þessum herramanni í leikstjórn, óreiða og hálfgert samhengisleysi alla myndina. En, eins og ég sagði, þetta er áhugaverður klósett húmor og er alveg þess virði að kíkja á hana þegar maður er í svona ákveðnu skapi. Ég gef þessarri mynd tvær og hálfa stjörnu fyrir ótrúlega góðann klósett húmor.
Baise-moi0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klámmynd. Allir deyja. Þarf ég að segja meira. Á þessa þurfa allir að fara, fyrir utan yngri en 16 auðvitað. Debbie does Dallas er lautaferð við hliðina á þessarri og Terminator getur farið heim og skammast sín.
Atlantis: The Lost Empire0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er svona týbísk teiknimynd frá Disney. Svipað snið og aðrar nýlegar teiknimyndir frá þeim. Hinsvegar er söguþráðurinn áhugaverður eins og kanski allt í sambandi við Atlantis og er þetta greinilega vel kryddað. Mér finnst þetta kanski svolítið ofgakennt en það er gaman að horfa á þessa mynd og sem áður eru teikningarnar fram úr skarandi. Tölutækninni er greinilega beitt svolítið þarna og er þetta virkileg stórteiknimynd. Hún er vel þess virði að kíkja á. Ég gef þessarri mynd þrjár stjörnur.
Evolution0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Evolution. Þessi mynd er svo sem ekki upp á marga fiska. Hann herra x-files er ekkert að gera stóra hluti þarna en myndin hefur svo sem ágætis punkta inn á milli. Ég hefði viljað sjá meira af honum Dan, en ekki er á allt kosið. Mér finnst einhvernvegin eins og leikstjórinn hafi ekki verið að gefa sig allan í þetta. Þessi mynd er engin stórmynd en hún er ágætis afþreying og ég mæli hiklaust með henni þegar hún kemur á VHS. Ég gef henni tvær stjörnur, svolítið áhugaverð með örlitlum húmor.
Lara Croft: Tomb Raider0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur gaman af tölvuleiknum og heldur að þetta sé eitthvað í stíl, þá er það miskilningur. Myndir er, og ég afsaka orðalagið, léleg. Það eina sem ég sé sambærilegt við leikinn og þessa mynd eru skammbyssurnar sem hún heldur á. Ég átti von á að þessi mynd yrði svolítið hliðstæðari við leikinn en þetta er í raun eitthvað allt annað. Ég gef þessarri mynd eina stjörnu, lélegur leikur og klaufalegur söguþráður.

