Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Robots
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg hreint frábær! Hún er frábærlega fyndin, allir ættum að hafa gaman að henni! Hún fjallar einfaldlega um hann rodney copperbottom(kann ekki alveg að stafa þetta;) og hann ætlar að fara til robotcity og ætlar þar að slá í gegn sem uppfinningarmaður. Hann reynir hitta einhvern frægan uppfinningarmann til að meika'ða! En eitthvað fer úrskeiðis eins og alltaf í öllum myndum. En fyrir rodney tala ewan mcgregor (nammi) og fyrir vin hans sem hann hittir í borginni talar robin williams og fyrir toppu talar halle berry þannig að það eru góðir leikarar sem eru í þessarri;) en hún er mjög fyndin og mæli ég með henni fyrir alla. það eru margir góðir brandarar í hennir og ég hló allan tíman, hún er vel gerð og er bara yfir höfuð ein af fyndnustu teiknimyndum sem ég hef séð. Takið líka eftir ef þið farið á hana að enginn annar en spjallþáttakóngurinn Jay Leno talar fyrir eina persónuna þótt hún komi bara fyrir 2 í myndinni og í stuttan tíma er hann samt fyndinn, hann er svona lítill rauður brunahani. Endilega farið á hana ef þið viljið sjá fyndna og góða mynd! Ég gef henni 4 stjörnur og hún á þær svo sannarlega skilið. Takk fyrir!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Neverland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

VÁ!!! Ég fór á þessa mynd með miklar væntingar og hún stóðst allar mínar væntingar!! Þessi mynd er alveg hreint mögnuð. SNILLD!! Ég var ekki búin að búast með einhverju svona góðu, ég vissi að hún yrði góð...en vá!! Myndin fjallar einfaldlega um það hvernig J.M. Barrie (Johnny Depp) finur Hvergiland og Pétur Pan. Þetta er mjög falleg mynd, hún er fyndin og sorgleg, sem sagt, fullkomin. Þetta er ein af bestu myndum sem að ég hef séð. Johnny Depp er með fullkomna túlkun á persónu sinni (J.M. Barrie) og vænti ég þess að hann hreppi Golden Globe verðlaunin fyrir besta leikara í aðalhlutverki. Hann á það svo sannarlega skilið. Kate Winslet túlkar persónu sína (Sylvia Llewelyn Davies) á mjög sannfærandi hátt og fer frábærlega með hlutverkið. Myndin er tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna. Besta myndin, Besti leikari í aðalhlutverki, Besti leikstjóri, Besta screenplay og Best original score (veit ekki alveg hvernig það er þýtt). En Finding Neverland á þessi verðlaun svo sannarlega skilið. Einnig eru allir litlu strákarnir í myndinni mjög góðir í sínum hlutverkum og gera það mjög sannfærandi og er ég viss um að við munum sjá þá aftur í einhverju öðru. En eins og ég segi þá er Johnny Depp yndislegur í þessari mynd og passar fullkomnlega í hlutverk hins frábæra rithöfundar J.M. Barrie. Pétur Pan er náttúrulega saga sem að lifir að eilífu og J.M. Barrie er maðurinn á bakvið söguna. Það er varla hægt að lýsa því hversu góð myndin er. Myndin er svooo falleg og ævintýraleg og fyndin og sorgleg að það held ég bara vantar ekkert í hana: YNDISLEG!!!

Ég mæli eindregið með Finding Neverland fyrir alla og ættu allir að hafa gaman af henni. Ein af betri myndum sem að gerðar hafa verið!! Takk fyrir.:D

Johnny Depp er bestur!!!!;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei