Gagnrýni eftir:
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tímamótamynd hvað varðar tæknibrellur en það fannst mér ekki standa uppúr heldur var það sögusviðið og hugmyndin eða staðreyndin bakvið það að heilinn segir okkur bara hvað við skynjum. Og hægt að tengja heilan á manneskju við tölvur og halda manneskju í gerviumhverfi er ekki svo fjarstæðukennt. En handritið er mikil snilli og persónurnar ganga vel upp þó svo að Keanu Reeves sé ekki mikill leikari er hann fínn í hlutverki Neo. Mjög frumleg mynd og flott í alla staði veltir upp skemmtilegum pælingum. T.d. má geta þess til gamans að einn eða tveir heimspekingar(heilir á geði) telja að við búum í svokölluðum gerviheimi svipað og í Matrix, en nóg um það. Myndin heldur manni föstum allan tímann og gefur ekkert eftir. Hvað er annað hægt að segja, þessi mynd hefur allt.