Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A Knight's Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd bráðskemmtileg. Að vísu var þetta alger klisja en ég er löngu hætt að vænta nokkurs af bandarískum kvikmyndum svo ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum.Þetta var skemmtileg afþreying, fyndnir aukaleikarar og flottir búningar. Hvers er meira að vænta frá Hollywood. Ég skil ekki fólk sem fer með þá von í brjósti að sjá eitthvað nýtt og meiriháttar í hvert sinn er þeir fara á bandaríska mynd í bíó. Svo verða þeir fyrir svaka vonbrigðum. Það er lang best að vænta einskis og hlusta ekki of mikið á hvað aðrir segja um myndina. Ef þið viljið skemmta ykkur vel þá er þessi mynd fyrir ykkur. Farið í bíó, ekki vænta þess að sjá eitthvað nýtt í þessari mynd því það er ekki til staðar.Þetta er skemmtileg afþreying og ekki spilla sætir aðalleikarar, skemmtið ykkur vel!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei