Gagnrýni eftir:
Brokeback Mountain0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem ég er búinn að bíða lengi eftir og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Heath Ledger og Jake Gyllenhaal far á kostum í þessari mynd. Þeim tekst að leika á mjög sannfærandi og mannlegan hátt ást á milli tveggja karlmanna. Mikil líkamleg tjáning gerir myndina mjög tilfinningaþrungna. Þetta er falleg ástarsaga sem færa mann til að hugsa um það hvað það er ósangjarnt að tveir einstaklingar sem eru ástfangnir megi ekki búa samann án þess að heillt þjóðfélag snúist gegn því. þessi mynd sýnir það hvernig það er að þurfa að lifa í lýgi og hvaða áhrif það hefur á allt fólkið í kringum mann. Allir leikara skila sínu hlutverki vel.
Ég mæli með því að allir fari á þessa mynd og sjái hvaða hörmung það var að vera samkynhneigður á þessum tíma.

