Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Finding Neverland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein af þeim sem ég ætlaði að sjá en var ekkert að flýta mér að því, var ekkert of spennt. Ég sé svo innilega ekki eftir því að hafa smellt mér á hana um helgina því hún er algerlega frábær. Myndin er lauslega byggð á þvi hvernig hugmynd rithöfundarins J.M.Barry að sögunni um Pétur Pan varð til, við kynni hans af ekkju nokkurri og fjórum sonum hennar. Við þetta fléttast svo samband Barry við eiginkonu hans en það er víst litlu hægt að bæta við um söguþráðinn án þess að gefa hann upp.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja á að dásama myndina en byrjum á því að segja að leikurinn var frábær ekki síst hjá Depp. Christie og Winslet bregðast ekki frekar en vanalega en litli strákurinn, Peter, stal samt senunni og var svo yndislegur að mig langaði að ættleiða hann. Myndatakan og litirnir sveipuðu myndina ævintýrablæ sem passaði svo einstaklega vel við efnistökin, og leikritið sjálft um Pétur Pan sem við sjáum að hluta er algerlega frábært og ég myndi gjarna vilja sjá það. Þetta er einfaldlega óvenjulega yndisleg og falleg saga og ein sú allra besta mynd sem ég hef séð lengi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ólíkt mörgum var ég ekkert sérstaklega hrifin af Meet the parents þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Bens Stiller. Mér þóttu sumir brandararnir óttalega slappir og fæ alltaf í taugarnar á að horfa á atriði þar sem allt fer endalaust úrskeiðis (samt sniðug hugmynd). Mér fannst Meet the fockers mun skemmtilegri og þá einna helst vegna þess að Streisand og Hoffmann eru yndisleg í henni. Verð að segja að Gaylord og frú eru svo miklar lufsur að maður hefur litla samkennd með þeim og því eru skemmtilegir aukaleikarar nauðsynlegir. Litla barnið kom líka sterkt inn og vakti mikla lukku og fliss hjá mér. Mjög góð skemmtun og mæli með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei