Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ray
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er engin ástæða til þess að gefa Ray annað heldur en 4 stjörnur. Myndin er hreinlega sú lang besta sem komið hefur út lengi. Hún segir frá lífi Ray Charles á sannsögulegan og beinann hátt, er mjög tilfinningarík án þess þó að falla í þá grifju að verða væmin. Tónlist Ray er vafin snildarlega inn í myndina og þó myndin sjálf spanni ekki nema lítið brot af ævi hans, er skotið inn tilvísunum til barndóms hans og uppeldis á hreint magnaðan hátt. Ég fór á Ray með miklar væntingar hafandi einungis heyrt gott um hana en þessi mynd var svo miklu, miklu meira. Hreint út sagt frábær framistaða Jamie Foxx er bara til að auka á ánægu þess sem á horfur. 4 stjörnur sem sagt, og ef ég gæti þá fengi hún fimm, því þessi mynd er algerlega sér á báti....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei