Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mulholland Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nýjasta afrek David Lynch, og þvílíkt afrek. David er kominn í hóp þeirra kvikmyndamanna sem ég lít upp til eftir að hafa séð þessa mynd. Lost highway var allt í lagi, full óskiljanleg en samt afbragðsgóð. Þessi mynd á annað borð, er bæði súrrealísk, draumkennd, skrítinn og skiljanleg. Sagan í þessari mynd er nefnilega alveg frábær, og maður þarf að leita svolítið eftir henni, semsagt þetta er ekki mynd sem maður fer inná og þarf ekkert að hugsa á meðan maður horfir á hana, hún krefst þess að maður hugsi. Hún er mjög djúp, hægt að sjá margt úr henni, það sem virðist ekki passa í fyrstu kemur í ljós seinna í myndinni.

Og að mínu mati er þessi mynd ádeila á Hollywood, og hvernig Hollywood og skemmtanabransinn og þesskonar líferni eyðileggur mann. Og David túlkar þetta ákaflega vel. Ég verð samt að vara suma við... þeim sem fannst t.d myndir á borð við Scream myndirnar, Fast and the Furious, American pie og Not another teen movie vera góðar... ekki einusinni spá í að fara á þessa mynd. Þetta er allaveganna geðveik mynd, og án efa með betri myndum sem ég hef séð á árinu hingað til. Sú besta er Vanilla sky. En... farið á Mulholland Drive ef þið nennið að hugsa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The one var skemmtileg hasar bardagamynd með geðveikum tæknibrellum... mæli með að þið sjáið hana í bíó frekar en video.. Það eru semsagt til margar víddir og margir heimar og ekki aðeins einn þú heldur margir! Og myndin fjallar um glæpamann sem ferðast á milli vídda (sem er bannað!)til að drepa hina sig og öðlast þeirra kraft! þetta er mjög grófur söguþráður hjá mér.. EN hún var betri en ég bjóst við og Ýkt svalar tæknibrellur.. MÆLI MEÐ HENNI!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei