Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Forgotten
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ráðlegg öllum sem eru að íhuga að horfa á The Forgotten að hætta strax við, nema þeir sem hafa gaman að mjög slæmum myndum, þá ættuð þið að taka þessa. Myndin er full af ótrúlega gervilegum og illa leiknum atriðum og leikararnir standa sig allir hræðilega. Handritið sjálft er einnig mjög lélegt og er illa unnið úr þessari samt ágætu hugmynd sem myndin byggist á. Hún er í raun skemmd með klígjukenndri væmni og klisjumst og það er alls ekki komið nægilega vel inn á yfirnáttúrulega hlutann. Endirinn skilur einnig eftir marga lausa enda og festir myndina vel í sessi sem ein af þeim lélegustu sem ég allavega hef séð. Það eina jákvæða sem hægt er að segja um myndina eru tæknibrellurnar en þær eru á köflum mjög flottar og frumlegar (þó svo að sumir séu ekki sammála mér í því). Ég gef því myndinni eina stjörnu vegna kúl tæknibrellna punktur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei