Gagnrýni eftir:
Constantine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Settu þig í stellingar, vertu með skilningarvitin galopin. Frábær mynd með innsæi, túlkun, tækni og söguþráð sem gengur fullkomlega upp. Lokaatriðið (síðasta hreyfing Keanu Reeves) er eftirminnileg og sjaldan sem það eitt og sér gerir útslagið í myndinni. Barátta góðs og ills sjaldan verið eins skemmtilega framsett með næstum gallalausum grafískum útfærslum, minnir á Erro og fleiri góða íslenska grafíkera. Veisla fyrir þá sem gera kröfur.