Gagnrýni eftir:
Lilja 4-ever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er um Lilju (Oksana Akinshina), 16 ára gamla stelpu frá Sovétríkjunum sem er yfirgefin af mömmu sinni og þarf að búa þar ein. Eini vinur hennar er strákurinn Volodja. Þau búa í fátækum bæ, eiga enga peninga og Lilja þarf að taka ýmislegt til ráða til að geta keypt mat. Dag einn kynnist hún Andrej og verður ástfanginn af honum. Hann er á leið til Svíþjóðar og bíður henni að koma mér sér og lofar henni vinnu og betra lífi og lætur hún til leiðast í von um nýtt líf.
Þetta er mögnuð mynd sem sýnir raunveruleikann eins og hann er og ætti enginn að láta þess mynd framhjá sér fara.