Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að hún væri léleg bandarísk vella með glæsilegum brellum. Hún fór langt fram út mínum björtustu vonum. Eina ástæðan fyrir því að mér tókst nokkurn tímann að lifa í gegnum fyrsta eina og hálfa tímann, sem var N. B. sá allra væmnasti sem ég hef nokkurn tímann séð, var sú að mér tókst á köflum að leiða hugann að einhverju skemmtilegra og áhugaverðara eins og úr hverju bíósætið sem ég sat í væri nú eiginlega gert, bómul eða gerviefni. Að lokum komst ég að þeirri þaulhugsuðu (hafði enda nógan tíma) niðurstöðu að það væri trúlegast úr einhverri gerviefnablöndu. Ekki það að ég hafi reynt að horfa á myndina, því miður var lofssöngurinn á bandaríkin og væmnin of yfirþyrmandi til að nokkur HEILVITA maður gæti mögulega notið einhvers af myndinni þarna í byrjun. Það sást í einn ljósan punkt í svartnættinu þegar Ben Affleck hóf að berjast á Evrópuvígstöðvunum. Ljósið slokknaði strax aftur þegar kom í ljós samkv. myndinni að það eina sem Bretar hefðu gert í stríðinu væri að hrósa Bandaríkjunum fyrir hugdirfsku og djörfung.... As if. Fljótlega eftir að hafa komið sér aftur fyrir í sætinu, úr gerviefnablöndunni, eftir hlé tók við virkilega vel gerð og útfærð árásin á Pearl Harbour. Ég fór bara á myndina fyrir þetta atriði og ég hefði notið myndarinnar mun betur ef þetta rúmlega hálftíma atriði hefði verið eina uppistaðan í myndinni. Ýkjurnar sem viðgengust þar dróg það samt því miður of langt niður (það vita allir að Zero-vélarnar eru mun liprari og betri en P-40). Ég nenni ekki eyða orðum á seinasta hluta myndarinnar sem er hreinlega algjörlega mislukkaður og mjög aum tilraun Bay/Bruckheimer til að láta líta út fyrir að bandaríkjamönnum hefði tekist að hefna ófarana við Pearl Harbour og vinna orrustuna. Myndin færa hálfa stjörnu fyrir tvö hluti. Í fyrsta lagi heppnaðist vel að búa til þrúgað andrúmsloft í árásinni og einnig kom mér mest á óvart að Japanir voru ekki gerðir að einhverjum vondum grýlum heldur sá maður að þeir voru líka mennskir (mjög ólíkt bandarískum kvikmyndum). Hinsvegar á sér stað nauðgun á mannkynssögunni sem ætti að kæra fólk og handtaka fyrir. Árásin er gerð svo dramatísk og allt í kringum hana. Einungis 2400 manns létust - sem er ekkert miðað við óteljandi fleiri átök í WWII og engu flugmóðursskipi bandaríkjamanna var grandað og þar með höfð bandaríkjamenn en slatta mikil áhrif í Kyrrahafi. Eitt orrustuskip var eyðilagt til frambúðar- restin (vel yfir 10 stk.) voru viðgerðarhæf og voru kominn í fremstu línu átakanna innan tíðar. Áherslunar í myndinni eru kolvitlausar - mynd sem heitir Pearl Harbour á að fjalla um árásina í forgrunni en ekki svona eitthvað hálfkákk eins hér á sér stað. Handritið er þynnra en Always Ultra og lekur öllu í gegn. Leikurinn er svona lala - segi ekki meira um það. Það þarf að banna bandaríkjamönnum að gera sannsögulegar kvikmyndir. Ef fólk vill sjá alvöru mynd um átökin í Pearl Harbour vil benda því að taka Tora! Tora! Tora! á næstu leigu.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei