Gagnrýni eftir:
Downfall0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa mynd verða allir að sjá. Í henni er sýnd hin mikla eymd sem ríkti á stríðsárunum. Heræska Hitlers flækist líka í málið en sjálfur Hitler er að fara á taugum og virðist gjörsamlega vera að missa allt það sem geðheill maður hefur. Yfirmenn þýska hersins fremja sjálfsmorð í tíma og ótíma og kemur það allajafna flatt uppá mann. Þessi mynd er framleidd í þýskalandi og er því ekki ein af þessum Hollywood-klisjum sem eru farnar að fara í taugarnar á sumum. Myndin var frábær og skildi eftir sig mikið í mínum huga, góðar hugsanir um lífið og tilveruna.

