Gagnrýni eftir:
Sahara0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hefði átt að spyrja fólk í kringum mig hvort það hefði séð Sahara áður en ég fór á hana. En þar sem mér var boðið á hana þá græt ég það ekkert svo mikið.
Merkilegt með þessa mynd að hún byrjaði alveg ágætlega, skemmtileg myndataka og kynning á karekterum mjög góð en síðan fór ég að finna slæma lykt og tók myndin að þynnast.
Gæði myndarinnar tóku að rýrna og ég ákvað að flokka hana sem vitleysu á borð við National Treasury þótt Sahara náði aldrei Bruckheimer-spennunni. Sérstaklega fór í mig eins-og -þetta-gæti-gerst atriðin sem snerta mann mikið ef maður hugsar að myndir eiga að fylgja lögmálum eðlisfræðinnar.
En sem skemmtun þá er Sahara fín fyrir hlé en eftir hlé er tekið upp gamla góða Hollywood-smjörið og smurt á hana mikið af klysjum. Þessi mynd hefði verið fín árið 1995 þegar maður þoldi dellumyndir betur.
Hét mér því þegar ég gekk út úr salnum að fara aðeins á franskar kvikmyndir eftir þetta.
Fyrir þá sem eru að leita að góðri grínmynd mæli ég frekar með In Good Company.

