Gagnrýni eftir:
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Las bókina (bækurnar) og var hálf hrædd um að myndin yrði ruglingsleg, en hún kemur skemmtilega á óvart. Douglas Adams gerði dellusjónvarpsþætti um sama efni og þeir hefðu aldrei getað þróast upp í heila kvikmynd eins og hann gerði þá. Þeir eru samt mjög skemmtilegir og handritið af myndinni byggir að hluta á þeim. Myndin nær delluhúmor bókarinnar vel og þeir sem hafa gaman af henni ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Get ekkert sagt um hvernig er að sjá hana án þess að þekkja til bókarinnar, en ef hægt er að dæma eftir hlátrasköllum nokkurra bíógesta sem voru greinilega að kynnast þessu efni í fyrsta sinn, þá er jafnvel enn meira gaman að vera ekki búin að lesa bókina. Mis- vel þekkir leikarar ótrúlega vel valdir í hlutverkin og þekktari leikarar innan um sem passa efninu mjög vel líka.

