Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Cyrano de Bergerac
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að horfa á þessa mynd stekkur manni ekki bros þegar maður horfir á Roxanne með Steve Martin, en Cyrano de Bergerac er einmmitt furmgerð þeirra myndar og skartar úrvals leikurum á borð við Gérard Depardieu, Anne Brochet og Vincent Perez.

Þessi mynd fjallar um innri og ytri fegurð, hvort föllum við fyrir djúpa huldufólkinu eða fegurð sem að hefur engan persónleika. Cyrano De Bergerac (Gérard Depardieu) er maður sem er ástfanginn af frænku sinni Roxane (Anne Brochet) en hefur ekki hugrekki til þess að tjá henni ást sína, en fær til þess tækifæri þegar frænka hans fellur fyrir Christian de Neuvillette (Vincent Perez) sem er ekki eins orðheppin maður og Cyrano. Christian er staðráðin í því að vinna hug hennar Roxane en honum vantar tunguburðinn í það og fær hjálp hjá Cyrano sem fær loksins að tjá hug sinn til Roxane í gegnum hann. Alveg þriggja klúta og hálft handklæðis mynd sem er alveg þess virði jafnt fyrir stráka og stelpur að eiga huggulega kvöldstund yfir.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harrison's Flowers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harrisons’s Flowers fjallar um stríðið sem að enginn veit hvernig byrjaði, allt í einu var allt í upplausn í Júgóslavíu og það trúði því enginn, ef það væri ekki fyrir hugrakka ljósmyndara, þessa kvikmynd og No Mans Land, myndum við ekki hafa neina einustu hugmynd um hryllinginn sem að átti sér stað í fyrrum Júgóslavíu.

Harrisons’s Flowers segir frá Söru Lloyd (Andie MacDowell) sem að fer að leita að eiginmanni sínum Harrison Lloyd (David Strathairm) sem að var sendur til að taka myndir af ,,minniháttar átökum” á milli Serba og Króata, hann fer með því skilyrði að hann verði kominn aftur eftir víku, hann kemur ekki aftur og er talin af. Þá ákveður kona hans að fara á eftir honum og rekja slóð hans til Vukovar með hjálp tveggja samverkamanna hans(Kyle Morrison: Adrien Brody og Marc Stevenson: Brendan Gleeson) og um leið fáum við að sjá mannkynið í sinni verstu mynd, það er hreynt ótrúlegt hvað mannskeppnan getur verið miskunnarlaus, grimm og djöfulleg. Adrien Brody var sko ekki að grínast þegar hann sagði á óskarsverðlaunahátíðinni að hann viti hvaða hrylling og eyðileggingu stríð hefur í för með sér. Aðdáunarverð mynd sem að byrjar með blómum og ást og endar með óskyljanlegri heift og hatri.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei