Gagnrýni eftir:
Taxi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég greip þessa mynd úr hillunni í staðin fyrir Team America og sé gríðarlega eftir því. Félagar mínir voru búnir að tala um að þetta væri fyndin og skemmtileg mynd en ég gerði mér samt sem áður alls ekki miklar vonir um hana... Og í ljós kom að þessi mynd er BARA ágætis afþreyging og ekkert meir, flestir fyndnu djókarnir komu fram í trailernum og mér fannst þau bæði gera of mikið úr því að REYNA að vera fyndin og cool. Ég hef reyndar ekki séð gömlu Taxi myndirnar en það er næsta skref. Já og það hversu óhemju seinheppinn gaurinn er í myndinni er alveg fyndið fyrst,jú en til lengdar.. kommon, be a man!
That´s all
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd!! Flott bardagaatriði, mikið blóð og alveg æðisgenginn leikur hjá Russel Crowe og mótleikara hans Joaquin Phoenix. Maður er alveg í þann veginn að fá hroll af öllum blóðslettunum sem virðast ætla að skvettast á mann út í bíósalinn. Þetta er mynd með góðan söguþráð og FALLEGAN og góðan en einnig mjög sorglegan endi. Maður klökknar á köflum en er samt reiður og myndin grípur mann mjög tilfinningalega. Ein af þessum myndum sem maður gleymir ekki í bráð. Þetta er mynd sem maður VERÐUR að sjá!!!!!