Gagnrýni eftir:
Me, Myself and Irene0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd My myself and Irene er ein albesta mynd sem ég hef séð. Það er að vísu lítill söguþráður í þessari mynd en það breytir engu máli enda er þetta grínmynd. Svo eru allveg heill hellingur af fyndnum persónum fyrir utan Jim eins og synir hans og mjallhvít og Lögreglustjórinn. Þess vegna finnst mér hún vera alla vega þriggja störnu virði. Þið sjáið ekki eftir því að fara á hana þessa.
Mission: Impossible II0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta hefði getað verið góð mynd ef þeir hefðu sleppt öllum þessum slow-motion atriðunum og ekki gleyma dúfunum sem voru hreint út sagt fáranlegar. Ég meina hvað voru dúfurnar að gera inni í húsinu (bíða eftir Tom Cruise eða hvað). Svo var hasarinn í myndinni allt of ýktur, Ethan gat allt hann var allt í einu miklu harðari en í fyrstu myndinni. Svo eru eru nokkur tilgangslaus atriði eins og í byrjun er hann var í sumarfríi að klífa eitthvern rosa klett einhvers staðar í Ástralíu. Ég get ekki mælt með þessari mynd. Hún fær þessa hálfa stjörnu fyrir það að það voru góð sæti í bíoinu.

