Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Final Fantasy: The Spirits Within
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór að sjá myndina Final Fantasy í Smárabíó nú nýverið. Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Vissulega get ég tekið undir það sem aðrir gagnrýnendur hafa sagt hér á síðunni varðandi frábæra framistöðu við tölvuteiknun. En þannig er nú samt að menn verða alltaf varir við það að um er að ræða plat. Hreifingar persónanna og útlit þeirra er greinilega óekta svo ekki sé talað um umhverfið Myndin ber það greinilega með sér þrátt fyrir góða tilraun að vera teiknimynd sem er í sjálfu sér allt í lagi. Aðal veikleiki þessarar myndar er svo auðvitað söguþráðurinn sem er hreinlega ömurlegur og persónusköpunin sem ég verð að segja að sé alls ekki trúverðug. Sjá tildæmis vonda gaurinn sem er alveg eins og klipptur útúr stormsveitum Hitlers hann er sko últra vondur. Með vatnsgreiðslu og í þessum líka leðurjakka, það vantar bara handsveifluna og þýska hreiminn. Þessi mynd er hreinlega slæm og ráðlegg ég mönnum eindregið að forðast hana. Það er ekki nóg að mynd sé fjarskafalleg. Sagan og persónurnar verða að bera hana uppi, Aki Ross ber það með sér að vera gerfileg og ótrúverðug, Bangsímon hefur þó aldrei þóst vera ekta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei