Gagnrýni eftir:
The Mexican
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Maður er ekki vanur að sjá svona leikarahóp leika í slíkri mynd einsog þessarri, enda alveg glæsilegur hópur leikara. Handritið er mjög gott í þessarri en því miður gengur ekki að koma því jafnvel á tjaldið. Húmorinn kemur sterkur inn á tímum og reyna leikararnir að gera sitt besta úr þessari mynd! James Gandolfini stendur upp úr þessarri mynd og gef ég henni tvær stjörnur, vegna handritsins og leikarahópsins, þá helst Gandolfini!
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Evil woman er mjög fín mynd, þessi samblanda af leikurum kom mjög vel út. Húmorinn er dálítið ærslafullur og aulalegur en við því á maður líka að búast áður en maður sér hana. Myndin sjálf leggst aldrei í dvala heldur er hún fyndin í gegn. Steve Zahn og Jack Black eru óborganlegir í sínum hlutverkum og eru þeir æðislegir saman, þeir tengja alla myndina saman og væri myndin ekki neitt án þeirra. Mæli ég með myndinni vegna góðs húmors, góðs leikara og leikstjórnun á góðu handriti, þess má geta að þetta er sami leikstjóri og gerði Big Daddy með Adam Sandler.
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd kom skemmtilega á óvart því maður átti kannski ekki von á einhverri svaka mynd, úrval leikara er gott og Michael Caine leikur alveg þrælskemmtilegan karakter og svo koma Sandra Bullock og Benjamin Bratt vel út úr myndinni en það ber nú hæst að Bratt og Julia Roberts séu nýhætt saman! Húmorinn er mjög skemmtilegur og svo læðist spennan inní upp úr þurru og bjargar skemmtilegri mynd, myndin bjargast vel miðað við það að handritið er ekkert meistaraverk! Sem sagt fín mynd til að leigja sér um virkan dag! Betri myndir eru leigðar um helgar.
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd á hrós skilið fyrir að hafa getað gert góða mynd eftir erfiðu handriti. Leikararnir standa sig með tilþrifum enda eru þetta leikarar af þremur kynslóðum Hoskins, Harris og Law. Myndin er löng og þung og ekki má búast við einhverju gríni í henni enda er þetta alvarleg og spennuþrungin mynd. Öll umgjörðin bakvið þessa mynd er til fyrirmyndar og veit ég til þess að þeir lögðu mikið upp úr því að vera með ósvikin vopn frá þessum tíma! Þetta er tilvalin mynd til að horfa á um helgi þegar maður er að slappa af!