Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Downfall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þýska kvikmyndin Downfall (eða Der Untergang, eins og hún heitir á frummálinu) fjallar, í heild sinni, um síðustu tíu daga í lífi Adolfs Hitlers. Myndin hefst árið 1942 í Austur-Prússlandi þar sem Hitler er að velja sér einkaritara. Hann velur sér unga og efnilega konu að nafni Trudl Junge. Síðan er stokkið um þrjú ár og farið að 20. apríl 1945, 56. afmælisdegi Hitlers. Rússar hafa umkringt Berlín og nasistar geta ekki streyst á móti. Hitler er færður í neðanjarðarbyrgi og þar með fylgjum við sögunni til tapi nasista á stríðinu. Bruno Ganz er einfaldlega fullkominn í gervi sínu sem Adolf Hitler og líklega mun enginn leikari bæta hans tilþrif, sem Hitler. Einnig eru allir aðrir leikarar, ungir sem aldnir, að standa sig alveg frábærlega. Oliver Hirchbiegel leikstýrir myndinni vel og er öll tæknivinna fyrsta flokks. Búningar og förðun falla vel inn í myndina og er kvikmyndatakan í hinum svokallaða 'Documentery-stíl' og á það vel við myndina. Þökk sé glæsilegri sviðsmynd vel notaðri kvikmyndatöku og framúrskarandi leiktilfþrifum finnst manni eins og maður sé að horfa bara á heimildarmynd eða eitthvað í þá áttina. Der Untergang er líklega besta stríðsmynd sem ég hef á ævi minni séð (sterk samkeppni við Saving Pri. Ryan). Myndin fékk tilnefningu til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og hefði það ekki verið algalið að veita henni þau verðlaun. En allavega, alger stórmynd hér á ferð, sem enginn, ALVÖRU, kvikmyndaunnandi má láta framhjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gangs of New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hin heimsfrægi leikstjóri, Martin Scorsese, er hér kominn með enn eitt meistaraverkið sitt. Myndin vakti nokkura athygli fyrir það að vera tekinn upp á gamla mátann. Þ.E. risastórar sviðsmyndir og margir aukaleikarar, etc. Gangs of NY hefst árið 1846 þar sem tvær aðalklíkur New York borgar, The Natives og Dead Rabbits berjast um hverfið The Five Points. Dead Rabbits eru írskir innflytjendur, en The Natives eru innfæddir menn. Undir lok bardagans hittast foringjar hvost klíku, 'Priest' Vallon og Bill 'The Butcher' Cutting. Það endar með því að Vallon deyr og The Five Points er nú undir stjórn Bill Cuttings og klíku hans. Sonur Vallons, Amsterdam, sleppur burt og endar í fangelsi. 16 árum síðar, 1863, snýr Amsterdam aftur til The Five Points. Þar hittir hann gamlan vin, Johnny að nafni og verða þeir félagar þar á eftir. Eftir að Amsterdam hittir Bill þá byrjar hann á ráðabruggi sínu um að koma Bill fyrir kattarnef. Myndin er prýdd stóru stjörnuliði leikarar. Þar má nefna: Daniel Day-Lewis (Bill the Butcher), Leonarndo DiCaprio (Amsterdam), Cameron Diaz (Jenny), Jim Brodabent (Boss Tweed), Henry Thomas (Johnny), Liam Neeson ('Priest Vallon') og Brendan Gleeson (Monk). Öll tæknivinnnan á bakvið myndavélina er (eins og í flest öllum Scorsese-myndum), fyrsta flokks. Allir leikarar eru að standa sig með prýði. Daniel Day-Lewis er algerlega óþekkanlegur í gervi sínu sem Bill og Leo DiCaprio stendur sig alveg ágætlega. Tónlistin er alveg fín og búningarnir er alveg FULLKOMNIR! En allavega, frábær mynd sem allir ættu að sjá og hafa gaman af!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
War of the Worlds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, nú er sjálfur Steven Spielberg að gera kvikmynd um 'morðóðar' geimverur að ráðast á jörðina (Hver hefði getað giskað á það?!). Sagan hefst á því að hafnar-vinnumaður, Ray Ferrier fer að sækja börnin sín fyrir helgina. En fyrrverandi eiginkona hans, Mary Ann, er að fara til foreldra sinna, í Boston, ásamt nýja eiginmanninn sínum, Tim. Stuttu síðar verða þau fyrir skrítum eldingastormi. Þá fer Ray að skoða staðinn, ásamt mörgum öðrum. Svo... upp úr jörðinni rís þrífætt geimfar og byrjar að eyða öllu í sínum vegi (Ótrúlega flott hvernig fólkinu er eytt). Og það er upp á komið til Ray að koma börnunum sínum, lifandi, til Boston. Og þar hefst mest spennandi og klikkaðasta ferðalag kvikmyndasögunnar! Myndin er glæsileg að öllu leyti. Tónlist John Williams er mjög góð og maður lifir inn í myndina vel. Tæknibrellur myndarinnar eru alveg ótrúlegar. Þrátt fyrir engar 'Blue Screen'-tökur, þá eru tæknibrellurnar raunverulegri en nokkru sinni áður í kvikmyndasögunni! Janusz Kaminski, kvikmyndatökumaður, stendur svo auðvitað alltaf fyrir sínu. Samblanda tæknibrellnanna og kvikmyndatökunnar er svo glæsileg að það er eins og maður sé að horfa á raunverulega atburði! Allir leikarar eru að standa sig mjög vel. Ein besta frammistða Tom Cruise og hin unga Dakota Fanninng er alveg frábær! Steven Spielberg stendur sig mjög vel, að venju, og leikstýrir þessu eftirminnilega meistaraverki glæsilega. En samt, það sem dregur hálfa stjörnu frá myndinni er, handritið. Hasarinn er alveg frábær og myndin er ótrúlega spennandi, en sagan gerist bara svo fljótlega. T.d. fannst mér eins og það væri liðinn hálftími þegar var komið hlé í bíóinu, en það var liðinn klukkutími. En allavega, ein af bestu myndum Steven Spielberg og kvikmynd sem enginn má láta framhjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jaa, ég verð bara að segja að þetta er einhver besta kvikmynd sem ég hef á ævi minni séð, og einnig sú ógeðslegasa. Eins og flestir ættu að vita fjallar kvikmyndin um síðustu 12 klukkustundirnar í lífi Jesú Krists. Myndin hefs í Getsemane-garðinum þar sem Jesú var svikinn af Júdasi og handtekinn. Þaðan er myndinni fylgt í gegnum þjáningar og krossfestingu Krist og endar kvikmyndin á upprisunni. Myndin er vægast sagt snilld. Ég hef aldrei séð jafnraunverulega kvikmynda-útgáfu um Jesú. Vandamálið með aðrar myndir var það að það sýndi ekki nógu og nákvæmlega hvað var að gerast í píslagöngunni. En þessin mynd gerir það sko 100 % og meira en það! Tónlistin er alveg frábær! Ég bjóst aldrei við að maður eins og John Debney gæti samið eitthvað svona frábært, enda hlaut hann óskarsverðauna tilnefingu fyrir frammistöðu sína. Kvikmyndataka Caleb Deschanel er alveg óútskýranleg! Frammistaða leikaranna er alveg frábær, sérstaklega hjá Jim Caviziel og Maia Morgenstern. Öll búningahönnn, listræn stjórnun, förðun og klipping, handrit og leikstjórn eru einnig í langhæsta gæðaflokki. Ég mæli eindregið með þessari FRÁBÆRU mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

VARIÐ YKKUR Á SPOILERUM!

Eftir tvær slappar Star Wars myndir vaknar George Lucas og skrifar handritið vakandi! Ekki hálfsofandi eins og með hinar tvær fyrri! Þetta var algjör snilldarmynd! Á eftir Empire myndinni, er þetta best Star Wars myndin! Eins og flestir ættu að vita þá fjallar ROTS um það hvernig Anakin Skywalker verður að Darth Vader. Myndin hefst á því að Anakin og Obi-Wan fara að bjarga Palpatine kanslara í stjórnskipi General Grievous. Næstu atriði eru helst um þegar keisarinn platar Anakin á 'The Dark Side' Vélmenni ráðast hér og þar, og lýðveldið reynir að streitast á móti, en stormsveitarmennirnir (Klónarnir) eru plataðir á 'The Dark Side' og allt fer til fjandans. Tæknibrellur myndarinnar eru alveg ótrúlegar! Þokkalega bestu tæknibrellur sem ég hef séð! Það er eins og að horfa á módelin og brúðurnar í gamla daga! Tónlist John Williams er sú besta af öllum Star Wars myndunum! Frammistaða leikaranna er góð, sérstaklega hjá Ian McDiarmid og Hayden Christensen. Og náttúrulega líka hjá Frank Oz (rödd Yoda), Ewan McGregor, Natalie Portman og Jimmy Smits (Bail Organa). Ég mæli eindregið með þessari frábæru mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei