Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Upside of Anger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er um að ræða frábærlega hugljúf mynd sem snertir mann, því hún er raunsæ og fjallar um hinn ófullkomna mann. Leikararnir í kvikmyndinni standa sig virkilega vel og þá sérstaklega Kevin Kostner, og get ég vel trúað því að hann fái tilnefningu á næstu Óskarsverðlaunahátíð.

Myndin fjallar um móður og fjórar dætur hennar og trúir móðirin (Joan Allen) því að eiginmaður hennar hafi horfið allt í einu því hann ætti viðhald. Móðirin verður gjörsamlega vængbrotin og sekkur sér í drykkjuna og kemur illa fram við dætur sínar. Ekki lagt frá heimili stelpnanna býr efnaður hafnaboltaleikari (sem var reyndar hættur útaf aldri) og það er Kevin Kostner. Hann hefur haft auga fyrir konunni og kemur einn daginn og bankar uppá. Hún býður honum inn og eignast drykkjufélaga. Myndin er allan tímann mjög létt og mætti maður kalla hana einskonar ,,feel good mynd. Og þið strákar sem lesið þetta, alls ekki halda að þetta sé einhver konumynd því hún frábær fyrir bæði kynin. En þið sem eru bara fyrir aksjón þá ættuð þið að sleppa þessarri. Maður þarf að kunna að meta þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei