Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A View to a Kill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd bæði góð og slæm. Fyrri hlutinn sem gerist í Evrópu er nokkuð góður t.d. frábært atriði þegar Bond stelur Renault-leigubíl, keyrir undir slá og rífur toppinn af, lendir í árekstri og bíllinn klippist í tvennt. Þrátt fyrir þetta keyrir hann bíllinn hálfann. Annað gott atriði er þegar Bond bjargar sér með að anda að sér lofti úr dekkjum Rollsins í vatni. Hlutinn sem gerist í USA er mjög slappur t.d. á olíuborpallinum og í kringum loftskipið.

Myndin er annars frekar slöpp og fær almennt slaka dóma. Þetta er kveðjumynd Múra og fannst mörgum tími til kominn (löngu fyrr). Bond stúlkurnar eru ekkert augnayndi í þessari mynd og það vantar margt í hana t.d. flotta bíla. Þó bregður fyrir Corvette og þessum Rolls. Hinsvegar er Bond lagið úr þessari mynd eitt þrem bestu að mínu mati.

Myndin er nokkuð ljót. T.d. þegar KGB-njósnaranum og þegar þjónninn hans Bonds eru myrtir. Myndin er á topp 5 yfir lélegar Bond-myndir.

Í stuttu máli má segja um þessa mynd að hún sé ekki eftirminnileg nema vegna nokkra þátta svo sem; upphafsatriði tekið á Íslandi, lokamynd Moore, C.Walken er frábær, gott titillag og lélegra Bond-stúlkna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scent of a Woman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrein snilld. Leikararnir frábærir, myndin almennt vel leikin og hugljúf. Hinsvegar eru nokkur frábær mistök við tökur sem gaman er af. t. d. er stúlkan stundum með eyrnalokka en ekki í öllum skotum þegar hún dansar við Pacino. Einnig hækkar og lækkar í glasinu hjá Pacino þegar O'Donnel mætir til hans í fyrsta skipti. Þetta gerir myndina enn mannlegri og skemmtilegri ekki satt. Tango-dansinn í henni er einn sá flottasti í kvikmyndasögunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er meistarastykki. Þessi mynd á vel við í dag, gagnrýni á stríðsbröltið og allt það. Húmorinn eldist vel, myndin er vel gerð og það skemmir ekkert fyrir þó hún sé svarthvít. Þetta er fyrsta mynd James Earl Jones, hann er flottur í henni. Bestur er þó Sellers sem leikur 3 hlutverk (átti líka að leika Texas-flugmanninn en réð ekki við hreiminn). Ég mæli með að allir kvikmyndaáhugamenn horfi á þessa á myndbandi eða DVD. Hægt að fá hana leigða á DVD t. d. í Ríkinu Snorrabraut.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei