Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Mummy returns er því miður enn ein slöpp Hollywood myndin, þar sem framleiðendurnir ætla sér að græða á upphaflegu hugmyndinni, í nýrri búning. Það er ótrúlegt til þess að vita, að menn sem hafa svo mikla peninga á milli handanna, og hafa getið af sér gott orð í bransanum, skuli þurfa að blóðmjólka sömu hugmyndina, í fyrirsjáanlegri framhaldsmynd. Ekki nóg með að umhverfið og óvinurinn sé það sama og í fyrri myndinni, heldur nota þeir sömu brellurnar, en í þessu tilviki í vatnslíki. Vissulega er þetta ágætis ævintýra-afþreying, en hefði getað orðið svo miklu betri. Það er öllum ljóst hvert aðalhetjan sækir persónugerð sína, sjálfur Indiana Jones er þar fyrir valinu. Brendan Frasier stendur sig vel í þessu hlutverki, þó svo að hann sé með hálf leiðinlegan B-mynda stimpil á sér, samanber Tarzan, og önnur afrek. Öll tæknileg vinnsla er góð, leikur einsog búast mætti við, en handritsgerð, og hugmyndavinna afleit, og fær myndin því ekki meira en eina stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Unbreakable, er mynd sem allir biðu spenntir eftir, sérstaklega vegna dulúðarinnar sem henni fylgdi. Í ljós kom að myndin er nauðalík T.S.S, sem er fyrri mynd leikstjóranns M.N. Sh. eða Indverjinn ótrúlegi. Sagan er byggð alveg eins upp, og er hæg og raunsæ í alla staði. Það sem helst reynir að draga myndina í meiri hasar, er hlutverk Samuel L. Jacksons, sem brýtur myndina skemmtilega upp. Gaman var til þess að vita, að myndin fór aldrei fram úr sér, það er, hún breyttist aldrei úr hægri spennumynd í einhverja X-Men hasarmynd, og það er nú ekki sjálfgefið á þessum síðustu og verstu. Myndin er löng, fullöng miðað við innihald, t.d. atriðin milli söguhetjunnar og fjölskyldu sinnar hefði mátt vera styttri. Manni finnst samt að myndin hefði getað orðið aðeins flottari, ef ekki hefði verið einblínt svona mikið á raunsæis hliðina. Söguhetjan er t.d frekar óspennandi og leiðinleg, og hefði mátt hleypa myndinni aðeins meira upp. Samt er hún fagmannlega unnin, og vel gerð í alla staði. Situr samt ekki mikið í manni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei