Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Green Street Hooligans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd. Mæli með henni og að maður fari á hana í bíó. Mikið ofbeldi þannig að þessi mynd er ekki fyrir viðkvæma. En ef manni langar að vita hvernig þessar fótboltabullur haga sér í raun og veru á Englandi að þá verður maður að fara á hana. Allir leika vel í myndinni og slagsmálin eru vel gerð en frekar ógnvekjandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Africa United
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já hér er á ferð skrítin mynd. Ég bjóst við því að vera að fara sjá góða knattspyrnumenn en svo var ekki. Þetta er ágætis mynd þótt þeir hafi nú ekki hæfileikana í boltanum en það er mikið um rifrildi innan liðsins. Ef ég væri þú myndi ég fara á hana í bíó bara upp á djókið og njóta þess að horfa á þessa mynd og reyna að trúa því að þetta lið er til í alvörunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein besta myndin með Johnny Deep. Leið og myndin byrjaði að þá fékk ég það á tilfininguna að þetta væri frábær mynd en málið var að að hún var FRÁBÆR. Deep leikur eins og vanalega ótrúlega vel eins og allir aðrir í myndinni. Þetta er mynd sem allir verða að fara á í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Goal!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd. Þetta sýnir bara brot af því hvernig knattspyrnuheimurinn er í dag. Vel leikin og hvernig er klipt inn í hana er líka vel gert. Finnst þetta samt vera meira svona mynd sem maður leigir á vídeóleigu en ekki mynd sem maður fer á í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Okay, þessi mynd var vel gerð en að mínu mati var hún ekki sérstök. Ég fór í bíó en bjóst ekki við neinni svakalegri mynd en málið var það að hún var verri en ég var búinn að huggsa mér. Kannski að maður þurfi að vera búinn að spila leikinn til að finnast hún góð en þetta er ekki hryllingsmynd. Ég gef henni þessar tvær stjörnur fyrir það að hún var vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei