Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Green Street Hooligans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að ég er frekar sólgin í fótboltabullumyndir og ákvað um leið og ég heyrði að Green Street Hooligans væri á leiðinni að fara á hana. Charlie Hunnam er líka leikari sem mér finnst gleðja augað, svo ekki skemmdi það fyrir, en það er annað mál. Mér fannst myndin hin besta skemmtun þrátt fyrir að viðfangsefnið væri nú ekki fagurt. Ofbeldi er samt alltaf eitthvað sem trekkir að og hvort sem manni líkar betur eða verr þá sogar það mann til sín. Fótboltabullur eru vægast sagt mjög sérstakt fyrirbæri og fyrsta hugsunin þegar maður heyrir um ólæti þeirra í fréttum er; hvað er að þessum andskotans mongolítum? Samt er það svo að þegar maður horfir á kvikmyndir um efnið þá líður ekki á löngu þar til maður er farinn að skilja þetta fólk að einhverju leyti. Það er eitthvað við andrúmsloftið, pöbbafílinginn, gleðina og húmorinn sem nær til manns og á endanum er maður simpatískur gagnvart þessum ofbeldisseggjum sem eru með skrílslæti og ofbeldi til að upphefja sjálfa sig í fábrotinni tilveru sinni.

Annars fannst mér Elijah Woods alveg hreint ágætur í sínu hlutverki og það er svolítið sérstakt að sjá hann leika töffara með sígó í munni þegar maður minnist hans sem barnastjörnunnar sem hann var. Charlie Hunnam var virkilega góður og ég er fegin að hann ætlar ekki að festast í sætu stráka týpunni. Mér þykja breskir leikarar yfir höfuð frábærir þannig að ekki er hægt að kvarta yfir því. Sá leikari sem mér fannst samt ekki eiga heima í þessari mynd, frekar en öðrum, er Claire Forlani sem er einstaklega hæfileikalaus, væmin og klígjuleg leikkona þó vissulega sé hún fögur sem egg.

Mér fannst myndin nokkuð góð og það eru engir áberandi gallar sem ég get bent á. Góð skemmtun, sérstaklega

fyrir þá sem hafa gaman af bresku andrúmslofti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A History of Violence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir rosalegum vonbrigðum með þessa mynd, ekki að ég hafi búist við neinu stórkostlegu heldur hélt ég að þetta gæti verið hin fínasta efþreying. Mikið er búið að auglýsa myndina og eins og þeir sem hafa séð þær vita þá fjallar hún um kaffihúsa eiganda í sveitabæ nokkrum sem verður skyndilega hetja á einni nóttu eftir að tekur á glæpamönnum sem ætla að ræna búlluna. Frægð hans verður til þess að óæskilegir menn heilsa upp á hann og þá vaknar sú spurning hvort hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu sjálfur. Hugmyndin er ágæt og leikararnir ekki af verri endanum en í þessari mynd gengur ekkert upp að mínu mati. Það setur tóninn í byrjun þegar áhorfendur fylgjast með tveimur mönnum. Annar þeirra reykir en reykir ekki í alvörunni heldur púar. Það er algjört turn off og eyðileggur allan trúverðugleika og það á fyrstu mínútum myndarinnar. Það sem gerist næst er að skipt er yfir á dóttur aðalhetjunnar sem vaknar af martröð og það barn er einn sá allra lélegasti leikari sögunnar. Tvö mistök á fimm mínútum. Það er fátt ömurlegra en að horfa á mynd og hugsa með sér; rosalega vorkenni ég fólkinu að þurfa að leika með þessari manneskju. Hugmyndin með góðum leik er sú að þú átt að trúa því sem er að gerast!!!

Fyrir utan þetta tvennt er úr nógu að moða. Löng dramatísk skot missa algerlega marks og eiga illa við í mynd sem þessari. Maria Bello er óþolandi og Viggó er hallærislegur. Í lokin var manni andskotans sama um hvað varð um liðið í myndinni og óskaði þess eins að hún tæki brátt enda. það eina jákvæða sem hægt er að segja um myndina er leikur Ed Harris og Williams Hurt, enda gæða leikarar á ferð sem láta ekki slæmt handrit stoppa sig. það er varla að ég tími heilli stjörnu í myndina en hún fer beint til Hurt og Harris því án þeirra hefði ég gengið út.

Sá að einhver vitleysingur á imdb.com gaf myndinni 9.5 í einkunn en hallast að því að hann sé haldinn einhverjum ólæknandi sjúkdómi. Allavega var sessunautur minn algerlega með sömu skoðun og ég og ég gat hreinlega ekki heyrt annað en að allur salurinn væri það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei