Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



This Is Spinal Tap
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Átti fyrst von á farsakenndri gríndellu, en myndinner full af nýstárlegum og góðum húmor og endalaust er hægt að gera grín að óförum einnar hljómsveitar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Perdita Durango
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um Pertidu Durango(Rosie Perez) og samband hennar við mexíkóska glæpa- og töframanninn Romeo Dolorosa. Hann býður henni með sér á búgarð sinn í Mexíkó þar sem hann framkvæmir særingar fyrir áhorfendur gegn borgun. Þar notar hann mannslík við framkvæmdina. Pertidu finnst þetta ekki alveg nógu spennandi svo hún leggur til að þau ræni manneskju sem hann gæti svo fórnað. Inn á milli vinnur Romeo verkefni fyrir stórglæpamenn. Þegar þau hafa rænt tveimur menntaskólanemum til þess að nota við særingarnar, mistekst atriðið og þau verða að flýja til Las Vegas, þar sem Romeo þarf að ljúka verkefni, með fíknólögguna Woody(James Gandolfini) á eftir sér. Úr þessu verður æsispennandi eltingaleikur. Myndin er full af kynlífi og grófu ofbeldi, en finnst mér því ekki ofgert á þann hátt að skemmi fyrir. Rosie Perez skilar hlutverki sínu afar vel og James Gandolfini á stórleik. Javier Barden en eini leikari myndarinnar sem ekki stendur undir væntingum og á það til að detta úr karakter. Annars er þetta stórgóð mynd og ætti enginn að láta hana framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Robin Hood: Men in Tights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa ein besta mynd Mel Brooks! Drepfyndin! Þessa verða allir að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei