Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja,jæja... Ef ykkur fannst The Ring góð, fariði þá á þessa mynd... Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum og á þessari mynd, ja nema kannski þegar ég sá The Ring! Fór á myndina og það reyndist vera nokkuð gott crowd í salnum, og svona to be honest þá hló allur salurinn út myndina! Eina scary atriðið varð drepfyndið þegar ein stelpan í salnum brá svo mikið, að hún missti kúlurnar sínar í gólfað svo glumdi í! En svona í alvörunni... Japanir eru þekktir fyrir sínar Anime myndir, þær meiga vera unreal, af því að þær eru teiknimyndir. Það sem gerir hryllingsmyndir scary er það að þær gætu (svona með ákveðnum fyrirvara) gerst. Ekki þessi... Ferlegt :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Yamakasi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Annað skipti á þessu ári sem ég fer í bíó og hef ekki hugmynd um að ég sé að fara á franska mynd! En eins og fyrra skiptið varð ég EKKI fyrir vonbrigðum. Áður en myndin byrjaði komu tveir af aðalleikurunum og heilsuðu upp á mannskapinn,það var mjög gaman. Þeir voru varla farnir út þegar ljósin slokknuðu og þvílíkt laisershow!!! Þegar það var búið var maður orðin verulega spenntur að horfa á þessa mynd, þvílík kynning! Myndin er verulega góð, hröð, skemmtileg og ekki skemmir fyrir að hún er á frönsku. Ég mæli eindregið með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei