Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Go
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Go er án efa uppáhaldsmyndin mín. Síðan ég keypti hana á DVD held ég að ég hafi horft á hana svona 8 sinnum (að minnsta kosti) og mér finnst hún alltaf jafn fyndin. Mér finnst handritið nokkuð gott - margar skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem tengjast flestar allar á einhvern hátt. Þetta er svona eiturlyfja-unglinga-spennu-mynd og nær hún að halda athygli minni allan tíman. Mörg virkilega góð atriði og skondnar samræður - leikararnir eru alveg að standa sig þrátt fyrir ungan aldur. Tónlistin í myndinni er líka frekar töff - passar vel við stemmninguna hverju sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AntiTrust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð svöl mynd. Svona conspiracy-big-brother-theory thriller um súper-nörd sem fer að vinna hjá aðal tölvufyrirtækinu og tekur eftir ýmsu grunsamlegu. Ágætur hasar og spenna, allt í lagi leikur. Þetta gæti náttúrlega verið raunveruleikinn. Það er verið að fylgjast með þér einmitt núna. Mæli með henni, maður þarf ekki endilega að vera súper-nörd : )
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Way of the Gun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega svöl kvikmynd um mannrán og það helsta tengt því (vondu kallar, góðu kallar, lausnarfé, byssubardagar, rifrildi..). Það sem ég tók sérstaklega eftir voru byssubardagarnir. Þeir voru virkilega flottir og kröftugir, það fylgdi alltaf geðveikur bassi með byssukúlunum. Það verður frábært að horfa/hlusta á þetta í heimabíóinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lock Stock and Two Smoking Barrels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd frá Guy Ritchie sem hjálpaði honum að komast á kortið. Það er rosalega flott myndataka, hröð atriði og flott klipping. Svo skemmir brezki hreymurinn ekki fyrir :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd! Terry Gilliam er frábær leikstjóri. Hann á mjög auðvelt með að túlka geðveiki á tjaldið, eins og hann gerði með Fear and Loathing in Las Vegas og þessa mynd. Brad Pitt sýnir frábæran leik sem algjört nutcase. Hann er einna bestur þegar hann leikur geðveika menn. Mæli pottþétt með þessari, ef þú þolir geðveikina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er rosalega frumleg mynd. Þetta er nokkurnveginn svona sálfræði-þryllir með grínívafi. Hún kom mér nokkuð á óvart - ekki láta ykkur bregða þótt að það komi "fáein" flashback. Þetta er mjög sniðugu hugmynd og það er gaman að sjá hvernig hann höndlar þetta vandamál að hann getur ekki búið til nýjar minningar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld! Guy Ritchie er frábær leikstjóri. Það eru mörg mjög flott atriði og maður hefur aldrei séð annað líkt áður. Góðir leikarar og það er náttúruleg ótrúlega fyndið og flott þegar það er töluð brezka. Sígaunarnir eru sérstaklega óskýrir og fyndnir. Margar mismunandi persónur tengjast einhvern vegin og út úr kemur skemmtileg flækja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blair Witch 2 : Book of Shadows
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Þessi mynd er eins og flestir vita ekki tekin upp með sama stíl og 1. Þetta er hryllingsmynd með geðveiki, ofsjónum, alkahóli, hassi og paranoiju. Leikararnir standa sig nokkuð vel, leikstjórnin er góð og hún fær mann til að bregða oft. Tónlistin er líka ansi góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð mynd. Ég er alls ekki X-men aðdáandi og hef aldrei séð X-men teiknisögublað - en mér fannst þetta mjög góð mynd. Sagan er sniðug og tæknibrellurnar eru frábærar. Slagsmálaatriðin eru líka mjög flott. X-MEN 2 verður örugglega flott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er algjör snilld! Besta grínmynd sem ég hef séð hingað til. Handritið er snilldarlega vel gert af því að það er safnað saman helstu myndum síðari ára og gert grín að þeim og samt er ágætur söguþráður. Það er náttúrlega langbest ef maður er búinn að sjá allar myndirnar sem er verið að gera grín að: Scream, I know.., Matrix, Dawson's creek, Usual Suspects, Blair Witch Project... Ég hvet alla sem hafa húmor að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Perfect Storm
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kröftug mynd með flottum tæknibrellum. Það er ekki mikið lagt á leikarahæfileika en aðalega einbeitt að veðrinu. Flott og vel gerð mynd, en verður ansi væmin á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd! Jim Carrey fer á kostum og allar aðrar persónur eru ótrúlega fyndnar. Farrelly bræður hafa gert enn aðra snilldar grínmynd og ekki versna þær. Ef þú ert fyrir húmor (hver er það ekki?) og ekki of gagnrýninn skalltu skella þér á þessa frábæru mynd sem allra fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road Trip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær grínmynd! Leikararnir eru flestir ungir og nýbyrjaðir en þeir eru allir mjög góðir. Tom Green er frábær sem sögumaður og hinn dofni vinur - öll atriðin hans eru drepfyndin!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög flott og mjög góð mynd. Það er góður söguþráður og það er byrjað á að segja frá helstu persónunum og það er byggt upp smá saga bakvið allt. Það eru mörg flott bíla-atriði og margir flottir bílar, en ég verð að segja að það er meira action í trailernum. (já, eins og hann segir fyrir ofan þá er ég ekki alveg sáttur við að það sé verið að hækka bíóverðið upp í 700 kr.)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Kina spiser de hunde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það kom mér á óvart hvað þessi mynd var ótrúlega fyndin. Þetta er án efa besta danska mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Hún er ótrúlega flott og vel gerð. Þetta er svört kómedía, sem sagt bæði spennandi og skemmtileg (Það er nóg af sprengingum, drápum og barsmíðum). Það er ótrúlegt hvernig þessi lúði Arvid þróast yfir í geðveikan morðingja, en hann trúir því samt alltaf að hann sé að gera það rétta. Þótt að hún sé á dönsku þá gerir það ekkert til, það gerir hana bara ennþá fyndnari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær. Hún stendur undir öllum væntingum og er þessi virði að bíða eftir (það eru ca. 6 mánuðir síðan að maður sá fyrsta trailerinn). Spennan er náttúrulega í John Woo stíl og hann gerir þetta frábærlega. Tónlistin passar ótrúlega vel við hvert atriði og grípur mann þannig að maður gleymir öllu öðru. Áhættuatriðin eru einstök og John Woo hefur ansi mörg slow-motion atriði (mynd væri líklega aðeins einn og hálfur tími ef það væru engin slow-motion atriði). Þetta er mynd sem mun ekki valda ykkur vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Three to Tango
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg ótrúlega fyndin mynd! Mathew Perry leikur mjög vel og er eins og alltaf mjög fyndinn. Handritið er mjög gott og ótrúlegt hvað hann lendir í. Þetta er mjög góð grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Galaxy Quest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þessi mynd kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að hún yrði full af 5-aura bröndurum en hún var bara ansi fyndin. Skemmtileg hugmynd bakvið þetta, að láta leikara í geimþætti stjórna alvöru geimskipi. Það er alveg ótrúlega fyndið hvað það er gert mikið grín að þessum Star Trek(og því um líkt)- aðdáendum. Ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frequency
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ágæt mynd, sem fjallar um feðga sem á einhvern hátt ná sambandi í gegnum radíó-talstöðvar með hjálp norðurljósanna. En málið er að það er 30 ára tímamismunur þegar þeir tala saman. Þannig að þetta er nokkurs konar tímaflakks mynd og hún fjallar á frekar raunsæjan hátt hvernig ein breyting í fortíðinni getur haft ótrúleg áhrif í nútíðinn (framtíðinni). Mjög vel gerð og nokkuð spennandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ansi mikill aðdáandi Scream-myndanna og sé myndina frá mjög jákvæðu sjónarhorni. Þessi er ansi lík hinum tveimur en þó nokkuð fyndnari. Hún er mjög flott og vel gerð. Leikararnir eru nokkuð góðir og handritið er mjög gott (þótt að Kevin Williamson sé lang bestur) og það er gengið vel frá þessari seinust mynd. Ef þú ert mikill aðdáandi ráðlegg þér að fara á hana, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki beint besta mynd sem ég hef séð. Þetta er framtíðar-geim-hryllir um fólk sem strandar á óþekktri plánetu, það kemur sólmyrkvi og fullt af ljótum skrímslum byrja að ráðast á þau. Það er ekki mikið af þekktum leikurum í þessari mynd, ég þekkt bara einn. Ég hefði verið ansi fúll ef ég hefði borgað mig inn á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House on Haunted Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd. En þetta er mjög góð hryllingsmynd. Handritið er kannski ekki algjör snilld en það eru mjög góðar myndatökur og visual effects sem láta hárin rísa. Leikararnir eru ágætir og persónurnar eru mjög skemmtilegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stir of Echoes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð og vel gerð mynd. Líka vel leikin, en alls ekki fyrir hjartveika. Manni brá ansi oft og það ekkert smá. Mjög "spooky" mynd sem kemur manni á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystery Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ansi góð mynd. Þetta er mjög fyndin mynd um "wannabe superheros" sem berjast á móti hinu illa. Flott mynd með gott úrval af góðum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Karlakórinn Hekla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög fyndin og skemmtileg íslensk mynd. Klassísk íslensk grínmynd. Ekta pulsu-spóla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hreint út sagt snilld. Hún er geðveik, bókstaflega og óbókstaflega. Góður leikur, gott handrit, góður söguþráður, góðar tæknibrellur, allt.... Ef þið horfið á spennumyndir verðið þið að fara á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ansi góð mynd. Samt eru leikararnir ekki nógu góðir, en Vincent Vaughn er mjög góður sem Norman Bates. Þótt að þessi mynd eigi að gerast 1998 er allt mjög gamaldags. Ég hef ekki séð fyrri myndina en ég held að þessi sé nokkuð betri. Endirinn gæti verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd. Frábærir leikarar, frábær saga og frábærlega fyndin. Það þarf ekki að segja meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy of the State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd, með góðum leikurum. Spennandi, skemmtileg og vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd með frábærum leikurum og leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei