Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Se7en
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Seven er mynd sem þú gleymir seint. Það tók mig marga daga að komast yfir lokasenuna. Andrúmsloftið í myndinni er drungalegt og mikið af rigningu og myrkri. Þetta eru einkenni leikstjórans, David Fincher, sem hefur gert fleiri snilldarmyndir( The Game, Fight Club).Morgan Freeman og Brad Pitt eru góðir ( gaman að sjá Pitt í einhverju öðru en vælumyndum)en það er Kevin nokkur Spacey sem stelur senunni sem morðinginn "þolinmóði". Frábært handrit, snilldarmyndataka, og besta lokasena sem ég hef séð. Seven á fyllilega skilið að fá fullt hús. Spennumynd aldarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blade er þrusutöff technohasarmynd með flottum brellum og meiriháttar bardagaatriðum (Wesley Snipes átti stóran þátt í að semja þau, hann er á fullu í brasilískri götubardagaíþrótt). Snipes er ofursvalur en Stephen Dorff er meiriháttar sem vonda vampýran, Deacon Frost. Leikstjórinn er að gera ágæta hluti og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Myndatakan er frábær og techno tónlistin passar dúndurvel við útlit myndarinnar. Frábær hasarmynd sem ég gef 3 stjörnur. P.S. munið að botna græjurnar þegar þið horfið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei