Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mr. Nice Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackie Chan leikur hér kokk sem kann Kung Fu. Sjónvarpsfréttakona sem tók upp eiturlyfjaviðskipti er elt og þegar Jackie fer út úr kokka þættinum sínum rekst hann á hana og hún stingur á hann spólunni sem viðskiptin eru á. Þá byrja eiturlyfjabraskararnir að ráðast á Jackie en hann skilur ekkert og ver sig eins og hann einn getur. Hann loksins finnur myndbandið og skilur allt og ræðst til atlögu við aðal baróninn í næstum óbyggðri glæsivillu sinni. Ógleymanlegt atriði þegar Jackie ræðst inn á risa námutrukk og brýtur alla glugga með flauti. Eins og alltaf státar myndin af flottum bardagaatriðum enda hefur Jackie Chan fengið margar viðurkenningar fyrir skipulagningu í bardagaatriðum sínum. Hér sannast enn og aftur að Jackie Chan er með þeim allra færustu bardagamönnum sem komið hafa fram í kvikmyndum með Jet Li og Bruce Lee meðtöldum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Who Am I?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackie Chan hefur marg sannað sig sem mikil bardagastjarna í myndum eins og Police Story 1 ,2 ,3 (Super Cop) 4 (First Strike) en nú er komið mjög sjálfstætt framhald af Police myndunum en það er WHO AM I. Myndin fjallar um Jackie Chan hermann sem er sendur í leynilega aðgerð til að stela loftsteinsbroti sem fundinn var í námu í Afríku. Hann er svikinn og lendir í þyrluslysi sem kostar hann minnið og dvelur hann án þess að muna neitt hjá Afrískum þjóðflokki , þangað til minnið fer að koma aftur. Hann kemur svo öllum bak við lás og slá í endann , en leikurinn berst til Hollands nánar tiltekið til Amsterdam þar sem ógleymanlegt lokaatriði er tekið upp á þaki á háhýsi þar sem Jackie berst við Tae kwon do og Kung Fu bardagamenn í mögnuðu atriði. Jackie sýnir hér eins og oft áður að hann ber ekki fram í leik en hinsvegar er hann frábær í Kung Fu. Mæli hiklaust með henni og öðrum Jackie Chan myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prince of Egypt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um Móse í Gamla testamentinu og hvernig hann var prins í Egyptalandi þangað til að hann komst að því að hann hefði í raun bara verið sendur í vöggu niður Níl og endað hjá Konungi Egypta. Hvernig hann síðan skildi við ríkidæmið og fór burt og reyndi með boðum guðs að frelsa Ísraelsþjóð úr ánauð frá Egyptalandi. Þessa mynd tel ég vera ágætlega heppnaða enda tók það fjögur ár að gera hana, en þetta er einmitt fyrsta teiknimynd Dream Works, en einn eigandi þess er Steven Spielberg. Þessi mynd höfðar til fullorðinna frekar en barna og er hin ágætasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lethal Weapon 4
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mikill hasar mikið grín og svaka gaman einkennir þessa mynd en hún finnst mér bera af öllum 3 sem voru þó svaka góðar. Alltaf bætist í þennan frábæra leikhóp þó Gibson ,Glover og Pesci séu bestir. Ef þér fannst 1 góð þá verðuru að sjá þessa því hún skarar fram úr að mörgu leiti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei