Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Flags of Our Fathers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef heyrt ýmsa tala um vonbrigði sín með Flag of our fathers. Mín tilfinning fyrir vonbrigðum manna er sú að fólk hafi búist við hard core stríðsmynd. Það er hún ekki að mínu mati. Myndin er um þá menn sem voru notaðir af bandarískum yfirvöldum til að afla stuðnings við stríðsreksturinn. Myndin er um tilfinningar og afleiðingar þess að lenda í þeim viðbjóði sem stríð er. Sumir ná að höndla það og aðrir ekki. Ég held að Eastwood hafi viljað einbeita sér að mönnunum á bakvið byssurnar en ekki byssunum sjálfum. Það sem okkur íslendingum finnst væmið, t.d. tal um fallna félaga o.s.frv., það finnst þjóðum með langa hernaðarsögu ekki. Við íslendingar skiljum ekki þennan hugsanahátt vegna þess að okkar hernaðarsaga er nánast enginn. Síðustu átökin hjá okkur fóru fram fyrir u.þ.b. 800 árum síðan þegar við vorum að berja hvorn annan með bitlausum sverðum. Ég var mjög ánægðum með Flag of our fathers. Mér fannst hún koma vel til skila hvers vegna of af hverju menn börðust. Ekki fyrir þjóð sina og fána. Ekki fyrir heiðurinn. Heldur einfaldlega til að halda lífi og fyrir félagann við hliðinna á sér. Hann skipti mestu máli. Þar kemur ástæðan fyrir öllu vælinu, eins og sumir kalla það, um fallna félaga. Menn átu saman, sváfu saman í drullupollum og menn dóu saman. Þú varst að tala við félagann, og búmm mínútu seinna var hann ólöguleg hrúga af beinum, holdi og blóði.

Það eru svona hlutir sem enginn skilur nema hafa lent í þessu sjálfur. Það er þetta sem ég held að Eastwood hafi viljað koma til skila og mér fannst hann gera það mjög vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flags of Our Fathers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef heyrt ýmsa tala um vonbrigði sín með Flag of our fathers. Mín tilfinning fyrir vonbrigðum manna er sú að fólk hafi búist við hard core stríðsmynd. Það er hún ekki að mínu mati. Myndin er um þá menn sem voru notaðir af bandarískum yfirvöldum til að afla stuðnings við stríðsreksturinn. Myndin er um tilfinningar og afleiðingar þess að lenda í þeim viðbjóði sem stríð er. Sumir ná að höndla það og aðrir ekki. Ég held að Eastwood hafi viljað einbeita sér að mönnunum á bakvið byssurnar en ekki byssunum sjálfum. Það sem okkur íslendingum finnst væmið, t.d. tal um fallna félaga o.s.frv., það finnst þjóðum með langa hernaðarsögu ekki. Við íslendingar skiljum ekki þennan hugsanahátt vegna þess að okkar hernaðarsaga er nánast enginn. Síðustu átökin hjá okkur fóru fram fyrir u.þ.b. 800 árum síðan þegar við vorum að berja hvorn annan með bitlausum sverðum. Ég var mjög ánægðum með Flag of our fathers. Mér fannst hún koma vel til skila hvers vegna of af hverju menn börðust. Ekki fyrir þjóð sina og fána. Ekki fyrir heiðurinn. Heldur einfaldlega til að halda lífi og fyrir félagann við hliðinna á sér. Hann skipti mestu máli. Þar kemur ástæðan fyrir öllu vælinu, eins og sumir kalla það, um fallna félaga. Menn átu saman, sváfu saman í drullupollum og menn dóu saman. Þú varst að tala við félagann, og búmm mínútu seinna var hann ólöguleg hrúga af beinum, holdi og blóði.

Það eru svona hlutir sem enginn skilur nema hafa lent í þessu sjálfur. Það er þetta sem ég held að Eastwood hafi viljað koma til skila og mér fannst hann gera það mjög vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei