Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Mask of Zorro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The mask of Zorro er mjög góð mynd að mínu mati. Antonio Banderas og Anthony Hopkins fara af kostum í þessari bráðsnjöllu ævintýramynd sem er að auki gamanmynd. Hún fjallar um manninn Don Diego de la Vega sem er aðalsmaður sem á það til að bregða sér í lík alþýðuhetjunnar Zorro. Þar sem de la Vega er alþýðuhetja og vinnur verk fyrir alþýðuna standa aðalsmönnunum ekki á sama, sérstaklega Don Rafael Montero. Hann hefur lengi þráð að komast að því hver hin margslungni Zorro er. Að lokum kemst hann að því og tekur de la Vega fastann. Þar að auki hleypur skot úr byssu eins fylgdarmanns Monteros og drepur konu de la Vega. Síðan tekur Montero dóttur de la Vega og elur hana upp sem sína eigin dóttur. 20 árum seinna sleppur de la Vega á snilldarhátt úr fangelsinu og ætlar sér að hefna sín á Montero. En þá sér hann sína yndisfögru dóttur Elenu og sleppir því. Í stað þess að hefna alveg strax bíður hann. Hann sér það að hann getur ekki verið mjög lengi áfram sem hetjan Zorro og tekur þá eftir hinum unga Alejandro Murrietta sem er nýbúin að missa bróður sinn. Fyrir 20 árum síðan þegar de la Vega var Zorro gaf hann honum Alejandro og bróður hans nisti fyrir það að bjarga honum, sem Alejandro síðan tók þegar bróðir hans var drepinn. de la Vega sér nistið og ákveður að Aleandro muni gerast hinn næsti Zorro. Hörð þjálfun tekur við og þeir komast að einhverju gruggugu sem Montero er að skipuleggja. En ég vill nú ekki segja meira svo þið verðið bara að sjá myndina ;)

En Antonio Banderas, Cathrine -Zeta Jones og Anthony Hopkins fóru á kostum er einni skemmtilegustu mynd síðari ára









Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Racing Stripes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um i stórum dráttum um sebrahest sem langar að verða veðhlaupahestur. Þetta er mjög fín fjölskyldumynd sem flest öllum í fjölskyldunni mundi hafa gaman af. Mér finnst mjög sniðugt hvernig þau fara að því að temja öll dýrin og sérstaklega sebrahestinn !

En ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af gamansömum fjölskyldumyndum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei