Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

King Kong-þrekvirkinu hefur verið beðið með eftirvæntingu...og nú er það loksins komin. Eins og gefur að skilja er búist við miklu af frábærum leikstjóra, Peter Jackson, en hann eyddi, ef ég man rétt, einu og hálfu ári, í tökur á Hringadróttinssögu (3 bíómyndir) þarna um árið á Nýja Sjálandi. Hann hleypur ekki beinlínis að verkum sínum. Þessi mynd var heldur ekki gerð fyrir hádegið eins og maður segir.

King Kong er alveg flott mynd með massa af tilkomumiklum senum, búningar eins og best verður kosið og öll umgjörð alveg frábær. Allir þessir fornbílar frá 1930...maður reyndar áttar sig aldrei fullkomlega á því hvað er ríl og hvað er feik svo maður tali nú bara hreinræktaða íslensku! Maður starði opinmynntur á alla dýrðina sem upp á var boðið; allar þessar ógeðslegur pöddur og furðudýr, auk dínósáranna, þessar viðbjóðslegu munnljótu grameðlur, svo ekki sé talað um hrikalega skerjagarðinn þarna á Hauskúpueyjunni.

Þótt hin svokallaða ytri umgjörð myndarinnar hafi verið til fyrirmyndar, leikurinn fínn, þó sérstaklega hjá Adrian Brody. Naomi Watts var líka ágæt, sérstaklega m.t.t. þess að hún sá aldrei aðal mótleikara sinn á meðan tökum stóð!

Eeeen...það voru atriði þarna í myndinni sem hefði mátt gera betri skil, til að auka trúverðugleika hennar, því þótt að maður setji sig í stellingar að þetta sé bíómynd, þá þurfa sumir hlutir að vera í lagi. Nefni nokkur dæmi; atriðið sem risaeðlurnar, 60 tonna ferlíki, hlupu þarna undan nágrönnum sínum grameðlunum og allt ,,tökuliðið” þarna í skjóli í fótajaðrinum...ekki aaalveg sannfærandi. Svo þetta með að burðast með ekki litla meðvitundalausa górillu yfir hálfan hnöttinn bara sisona. Svo ekki sé talað um þegar Ann Darrow (Naomi Watts) sem var í þunnum kjól í hörku frosti út um allt þarna í New York, m.a.s. hæst uppi á tindi Empire State-byggingunni. Ekki var hinn minnsta bláma að sjá á vörum hennar eða þannig. Hræddur um að sumir hefðu verið skjálfandi eins og hríslur við svona aðstæður. Eitt atriði virkaði heldur ekki sannfærandi, en það var allt þetta vopnabúr sem var til staðar þessum hrörlega dalli sem siglt á. Engu líkara en að maður væri kominn í freigátu í seinni heimstyrjöldinni!

Það eru oft þessi litlu atriði sem pirra mann mest, vegna þess að maður gerir kröfur rétt eins og leikstjórinn gerir til síns fólks sem hann vinnur með.

Að lokum þá er þessi mynd hin fínasta afþreying, þótt hún sé alvega hálftíma eða klukkutíma og löng.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vopnasölumyndir hafa svo sem ekkert verið að flækjast fyrir manni síðustu árin. Efnið er því a.m.k. ferskt ef taka má þannig til orða og löngu tímabært að gera því góð skil, þar sem það er ekki ómerkilegra en svo að vopnasalar selja hverjum sem vopnin og nagar það ekki samvisku þeirra þótt saklaust fólk verði fyrir barðinu þeim. Þetta er auðvitað háalvarlegt málefni og reyndar ekki auðvelt nálgast það að mörgu leyti svo úr verði góð bíómynd.

Ég varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa mynd...hélt satt að segja að hún myndi leiða mann í allan sannleika um hvernig þessi mál ganga fyrir sig. En satt að segja var þetta gamli hollívúdd-bragurinn...yfirborðskennd saga af Yuri Orlov (Nicolas Cage) frá Úkraínu, saga sem maður vissi aldrei hvort maður var að koma eða fara í þessari mynd.

Þessi mynd náði aldrei trúverðugleika, vegna yfirgengilegrar yfirborðskenndar. Dæmi; kona Yúris, hafði hún engan áhuga að vita um fortíð tilvonandi eiginmanns síns? Hmmm..ekki var svo að sjá. Svo var það löggan (Ethan Hawke)hann kom alltaf eins og skrattinn úr sauðarleggnum, allsstaðar sem Yúri var.

Þessi mynd var þó ekki alvond...ekki langt í húmorinn, t.d. þegar þeir lentu á flugvélinni á þjóðvegi e-s staðar í Afríku...eins og við manninn mælt íbúarnir í nágrenninu voru á innan við sólarhring búnir að stela öllu sem hægt var að stela...gaman væri fyrir okkur að hleypa þessu fólki í gömul skipsflök sem liggja um víð og dreif um landið okkar.

Hinn frábæri leikari Ian Holm er alveg einnar stjörnu virði fyrir þessa mynd. Hálfa stjarnan er fyrir afþreyingargildið.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei