Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Serenity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Hefði ekki búist við svona miklu því mér fannst alveg ómögulegt að þeir gætu náð sögunni jafn vel fram og í þáttunum (firefly) en það gekk vel fyrir sig og myndin kom allveg frábærlega út.

Maður fékk að vita rosalega margt sem kom ekkert fram í þáttunum og það púslaði sögunni svo vel saman.

Mæli eindregið með þessari mynd, hún er flott á allan hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrri myndin var rosalega góð og spilaði þvílíkt með mann á allan hátt, og svo kemur þessi týpíska stressmynd þar sem maður er voðalega spenntur og skelfkaður endrum og eins á meðan á myndinni stendur en þegar þú stendur upp úr salnum mannstu eiginlega ekkert eftir henni og hún skilur lítið sem ekkert eftir sig.

Eitt má hún sammt eiga að leikararnir stóðu sig flestir (aðalega þeir eldri) og sviðsmyndin og tæknin og allt er mjög vönduð og flott, sem og flestar tökurnar og ljósin en söguþráðurinn er svolítið þunnur. Ég var persónulega oft ekki langt frá því að standa bara upp og ganga út, en ég er fegin að ég gerði það ekki því endirinn er bestur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei