Gagnrýni eftir:
Fracture
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef þú hefur séð trailer þessarar myndar er fátt sem kemur á óvart. Þetta er fín spennumynd með ágætis plotti. Leikararnir Anthony Hopkins og Ryan Gosling standa sig ágætlega og persónurnar eru fínar. Ekkert meira en það, en ekkert minna heldur. Auðgleymanleg spennumynd en hin ágætasta afþreyging.
The Condemned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það sem kemur mest á óvart við The Condemned er að þetta er eiginlega frekar góð mynd. Nú má efalaust telja upp mörg atriði sem hrekja þessa skoðun mína, en burt séð frá því finnst mér myndin standa vel sem heild og þess vegna verðskulda titilinn góð mynd. The Condemned fjallar um milljónamæring sem ákveður að taka hugmyndina um raunveruleikaþætti einu skrefi lengra. Hann pikkar út 10 menn af dauðadeildum fangelsa alls staðar að úr heiminum, setur þá saman á litla eyðieyju með það að markmiði að láta þá berjast fyrir lífi sínu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og sýna svo allt saman í beinni á internetinu. Hugmyndin að söguþræðinum er frekar góð og virkar vel. Persónurnar eru bara nokkuð góðar á heildina litið. Þrátt fyrir firringuna er þetta frekar trúverðug mynd á marga vegu, ýkt vissulega, en trúverðug engu að síður sem gerir myndina bæði áhugaverða og á vissan hátt áhrifaríka. Myndin er með þeim meira brutal sem ég hef séð í dálítinn tíma. Myndin kemst líka upp með það að sýna mikið af bardagaatriðum og ofbeldi án þess að verða langdregin, eins og oft vill verða. Helsti galli myndarinnar er að hún er nokkuð full af ameríkuklisjum, en maður hefur séð of margar ameríkusveipaðar myndir til að láta það trufla sig mjög mikið. Á heildina litið er þetta því bara frekar góð mynd og ef þér lýst vel á söguþráðinn og hefur gaman af brutal myndum mæli ég hiklaust með henni.
The Painted Veil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Painted Vail er ein af þessum rólegu lágstemmdu myndum. Hún er ekki lágstemmd vegna þess að í henni gerist fátt heldur vegna þess að það sem gerist er án alls hasars eða yfirdrifnar dramatíkur. Í raun er samt afskaplega margt sem gerist í þessari mynd sem segir sögu hjónanna Walter Fane og konu hans Kitty. Persónurnar eru vel gerðar og mjög trúverðugar og halda sögunni að miklu leyti uppi. Ég hef aldrei séð Edward Norton leika illa og hann byrjar ekki á því hér, og Naomi Watts stendur sig með stakri prýði. Myndin er skemmtilega kómísk á köflum, þrátt fyrir aðstæður sem eru kannski ekki sérlega gamansamar. The Painted Vail er því ágætismynd ef þú hefur gaman af svona myndum, en ef þér leiðast rólegar ástarsögur á þessi mynd ekki eftir að breyta neinu þar um.