Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Detroit Rock City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er tvímælalaust ein af skemmtilegustu kvikmyndum sem ég hef séð!!! Ég er að vísu mjög hrifinn af KISS sem hljómsveit og því hefur það kannski eitthvað að segja en mér fannst hún allavega alveg sprenghlægileg og svo er svo auðvelt fyrir rokkara eins og mig að lifa sig inn í hlutverk piltanna. Ég held hins vegar að myndin hefði ekki hrifið mig jafn mikið ef þetta hefðu verið strákar að fara á Wet Wet Wet eða Faithless tónleika. Leikurunum var heldur alls ekki ábótavant. Skylduáhorf fyrir alla KISS aðdáendur og rokkara yfirhöfuð! ... You wanted the best, you got the best, the greatest band on earth..... KISS!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Myrkrahöfðinginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst myrkrahöfðinginn góð mynd og mjög svo í anda fyrri mynda Hrafns. Hér segir hann frá síra Jóni Magnússyni og Kirkjubólsfeðgamálinu (1656) á mjög skemmtilegan hátt. Ekkert er dregið úr eymdini og hrikalegri veðráttu 17. aldar og umhverfi myndarinnar nokkuð raunverulegt. Hilmir Snær fer að kostum eins og hans er von og vísa og aðrir leikarar verða ekki ávítaðir af mér að svo stöddu. Myndin er samt ALLS ekki fyrir viðkvæmar sálir. Hrafn er einn af fáum leikstjórum sem bæta góðum myndum við íslensku kvimyndaflóruna. Myndir eins og Hrafnin flýgur, Í skugga hrafnsins og Myrkrahöfðinginn eru tvímælalaust einhverjar bestu kvimyndir sem komið hafa frá Fróni. Ekki Hvíti víkingurinn samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei