Gagnrýni eftir:
Dr. Dolittle 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja, ég skellti mér á þessa mynd í gær þar sem vinkona mín vildi ekki á Pearl Harbor og ég verð að segja ykkur að ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hana! Eddie Murphy er alltaf jafn fyndinn!! Ég get ekki sagt að tónlistin hafi verið góð þar sem ég get ekki hlustað á rapp en þið rappararnir þarna úti getið eflaust dillað ykkur við hana :) En heildina á litið þá er þetta falleg og fyndin mynd fyrir alla fjölskylduna og með góðan boðskap. Endilega kíkið á hana!
Head Over Heels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stelpumynd! stelpumynd! stelpumynd!! þið verðið að sjá þessa stelpur! Ég fékk boðsmiða á hana hjá séð og heyrt og við skemmtun okkur konunglega. Freddie Prince jr. er alltaf jafnsexy og leikur hinn vandfundna herra fullkomin og það er hann sko!! myndin fjallar í megindráttum um stelpu sem kemur að kærastanum í rúminu með módeli og flytur að sjálfsögðu út og neyðist til að leigja með nokkrum kolgeggjuðum módelum og Freddie er svona boy next door sem hún kynnist og þá byrjar hasarinn!! þetta er kolklikkuð gamanmynd sem stelpur fíla í botn!
See Spot Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér fannst þessi mynd ÆÐI! Ég fékk magakrampa út af einu atriði sem gerist í gæludýraverslun og er svona grín hasar sem þið verðið að sjá! En annars stendur David sig mjög vel sem póstmaður sem er með hernaðarplön fyrir hvern og einn hund í götunni sem hann þarf að bera út í. Bréfberar á islandi verða að kíkja á þessa, þeir vita hvað ég er að tala um ;) En þetta er skemmtileg mynd, röð óhappa veldur því að David Arquette neyðist til að passa lítinn strák sem á mjög fallega mömmu sem er á lausu og David er að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Hann og litli strákurinn verða mjög góðir félagar og gera margt skemmtilegt sem mamma leyfir ekki og þá fara ævintýrin að gerast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.