Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Code Name: The Cleaner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg mynd mæli sammt með frekar að leigja hana frekar en að fara í bíó. Söguþráðurinn frekar góður og bara og kemur á óvart eins og myndin sjálf betri en ég bjóst við og leikararnir í þessari mynd bara mjög góðir þótt hann sé kannski svolítið ýktur þarna aðalpersónan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fun with Dick and Jane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alltaf gaman að sjá myndir með snillingnum Jim Carrey enn mér fannst sammt vanta hans aðals merki í myndina sem eru gretturnar hans það kom varla fyir í myndinni að hann gretti sig eins og honum einum er lagið. Sammt sem áður lék hann vel í þessari mynd og var frábær enn ég get ekki sagt það sama um Téa Leoni (held hún heiti það) enn hún leikur konu Dick (Jim Carrey) mér finnst hún engann veginn passa inní myndina. Enn nóg um leikarana. Dick vinnur í stóru fyirtæki og einn daginn heldur hann að hann sé að fara fá stöðuhækkun og segjir konunni sinni Jane að hún geti hætt að vinna því að hann muni fá svo há laun að það sé óþarfi að hún vinni fyrir heimilinu svo hún segjir upp og næsta dag kemur í ljós að Dick var ekki á leiðinni að fá neina stöðuhækkun heldur var hann rekinn. Svo fjölskildan var í vondum málum því þau voru á hausnum svo Dick byrjar að leita sér að vinnu enn fær enga. Dick gefst upp á atvinnuleitinni og byrjar að ræna búðir og banka með misjöfnum árangir. Svo taka Dick og Jane uppá mörgu skemmtilegu. Þetta er fín mynd enn sammt ekki í sama klassa og flestar af myndunum sem Carrey hefur leikið í. Ég gef myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er örugglega ógeðslegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð og sú blóðugusta. Þessi mynd hefur að geyma mjög góðan söguþráð og það hefur oft verið sögurþáðin sem hefur vantað í hryllingsmyndir. Myndinn fjallar um þrjá vini Jose (Derek Richardson), Óli Íslendingur (Eyþór Guðjónsson) og Paxton (Jay Hernandez). Þessir þrír vinir ætluðu í smá ferða flipp fyrst fara þeir til Amsterdam og svo var þeim sagt að í Bratislava væri alveg frábært úrval af stelpum og rosa stuð svo þeir ákveða að skella sér þangað enn svo byrja hlutirnir að gerast því að svo eru þeir teknir einn af öðrum á stað þar sem fólk borgar fyrir að pinnta túrista. Fyrri hluti myndarinnar er mjög grófur og naktar konur koma mikið við sögu enn svo tekur hryllingurinn við eftri hlé. Enn eins og ég segji góð mynd og gaman að sjá Íslending leika í mynd eftir Tarantino og stendur hann sig líka bara með mikilli príði hann Eyþór. Ég gef Hostel þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei