Gagnrýni eftir:
Brokeback Mountain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tónlistin, myndatakan, leikurinn er það sem er snilld við þessa mynd. Það er ekki mikið að gerast í þessarri mynd, en hún á einhvern hátt nær til manns hvað varðar tilfinngalega vitund. Þú lifir þig inn í myndina og það skiptir engu máli hvort þú sért samkynhneigður eða ekki. Allar senur eru langar en það gerir myndin enn betri, hún smýgur inn í mann og verður maður ein hugsun eftir allar senur. Skiptir engu máli hverjar væntingarnar eru fyrir myndina eða skapið hjá manni. Hún nær til manns pottþétt. Þessi mynd fjallar ekkert um kynlíf, eins og svo mikið er dregið fram þegar samkynhneigð er annars vegar. Þessi mynd fjallar um ást tveggja manneskja og hvernig þeir reyna að lifa sínu hefðbundna lífi í sundur en er jafnframt að eyðileggja þá að innan. Þessi mynd fær 5 stjörnur.