Gagnrýni eftir:
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áður en ég fór á þessa mynd slökkti ég á heilanum mínum því ég vissi nákvæmlega hvernig þessi mynd var. Það var engin söguþráður í þessari mynd aðeins fólk fast á einhverri plánetu sem hafði þrjár sólir en þvílík tilviljun, sama dag og þau lenda skellur á sólmyrkvi og geta þá sólfælnu, blóðþyrstu geimverurnar herjað á aðalhetjurnar okkar. "Fyndni" gaurinn var ekki blökkumaður eins og svo oft er heldur Breti og reyndi hann oft að kitla hláturstaugarnar með mjög lélegum árangri. Aðalleikarinn, sem er dæmdur morðingi, kemur varla upp orði nema til að segja einhverja frasa. Það var einmitt einn af þessum frösum sem var svo ömurlegur að ég skellihló og náði myndin þar með í hálfa stjörnu. Í guðana bænum ekki borga 700 kr. til að sjá þennan viðbjóð.