Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Match Point
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á þessa mynd um helgina og hafði gaman af. Woody Allen tekst alltaf að gleðja mig með áhugaverðum söguþræði.




Þekkti lítið leikarana nema Scarlett og fannst þau öll koma hlutverkum sínum vel til skila.




Myndin fjallar um tennisleikara sem kemst í kynni við systkin sem eiga mjög efnaða foreldra. Systirin hefur áhuga á honum og faðir hennar reddar honum því ágætri vinnu. Bróðirin á hinsvegar kærustu sem hann hefur einnig mikin áhuga á. Myndin fjallar svo um samband hans við þessar tvær konur. Myndin vísar svolítið í óperuna La traviata eftir Verdi. Gef henni 3 og hálfa af því þetta er kannski ekkert meistaraverk en mjög góð skemmtun engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei