Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Stóra planið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skil ekki afhverju hún var framleidd?
Mér finnst alltof langt síðan að það hefur komið út skemmtileg íslensk glæpa grínmynd sbr. Sódóma. Og svo sá ég trailerinn af "stóra planinu" og varð nokkuð spenntur fyrir henni. Hún virtist hafa allt, frábæra leikara, skemmtilegt handrit, annar leikstjóri en baltasar og fleira. En því miður verður að segja að þetta voru þvílík vonbrigði.

Myndin byrjaði svo sem ágætlega og komu nokkrar fyndnar senur þegar það var verið að kynna aðal karektirinn: Davíð. Leikinn af Pétri Jóhanni Sigfússyni. En það varð þreytt eftir svona 15 mínútur.
Það voru örfáir broslegir brandarar í myndinni, myndartakan var léleg, söguþráðurinn var þunnur og fyrirsjáanlegur og plottið var ömurlegt. Í raun finnst mér handritið það slæmt að það hefði alls ekki átt að framleiða þessa mynd. Ég virði alla sem komu að myndinni því allir hafa gert eitthvað sem er í uppáhaldi hjá mér, en eins og ég sagði þá var handritið það lélegt að það var ekkert hægt að gera með þetta þó að gott fólk var á bakvið myndina.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er Ópera
Fyrst vil ég nefna hversu ótrúlega fáranlega asnaleg textaþýðingin var á þessari mynd. Greinilegt að þeir hafa ákveðið að hafa sama handrit og er sett upp í Óperunum og oftar en ekki hafði það bara alls ekki sömu meiningu. Böggaði mig mjög þannig ef þú ert að fara á þessa mynd, mæli ég með að horfa sem minnst á textann.

Myndin fjallar um mann að nafni Benjamin Barker (johnny Depp) sem er sendur í útlegð vegna brota sem hann gerði ekki. 15 árum síðar snýr hann aftur sem Sweeny Todd og er í hefndarhug.
Leikstjórinn Tim Burton er löngu búin að sanna sig sem einn betri (sjónrænn) leikstjóri allra tíma. Hann hefur ótrúlega sérstakan stíl, eitthvað ævintýralegt við hann og allar hans myndir. Útlitið á þessari mynd var ekki undantekngin og mætti segja að búningar, leikmynd og leikstjórn voru frábær.
Sagan sjálf fannst mér frekar innihaldslaus en blóðið og grófleikinn bætti mér það upp. Einnig er nánast þess virði að fara á þessa mynd því maður vill nú já Johnny syngja.
Fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Number 23
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The number 23 er ágætis mynd. Ég ætla nú ekki að fara mikið út í söguþráðinn en í stuttu máli er myndin um Walter sparrow(Jim Carrey) sem fær þessa bók í hendurnar sem er um töluna 23. Hann tengist bókinu mjög miklum böndum og hægt og hægt byrjar hann að geta ekki hugsað um neitt annað en bókina.

Leikurinn í myndinni er til fyrirmyndar fyrir utan kannski Logan Lerman sem leikur Robin Sparrow son Walters. Mér þótti hann mjög ósannfærandi og leiðinlegur.

Myndartakan er mjög flott á köflum og þá sértstaklega þegar það er verið að sýna atriði sem eiga að gerast í bókinni.

Eins og ég sagði fyrr þá fannst mér þessi mynd fínasta afþreyging og á tíma var ég mjög spenntur í bíóinu, einnig hefur mér aldrei brugðið jafn mikið í bíó og eitt skipti á þessari mynd.


Mæli með að fólk kíkir á hana þó það sé bara vegna þess að sjá Jim Carrey.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
March of the Penguins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar hún var vinsælust og í bíó fóru flestir mínir vinir að sjá hana og ég ætlaði alltaf að drífa mig á hana en það seinkaðist alltaf. Nokkrum mánuðum seinna þá byrja ég að spyrja vini mína aftur hvort að þeir hafi áhuga að horfa með mér á hana aftur en svarið var alltaf nei. Hvað var þetta ekki góð mynd? Jú hún var þræl góð og margt mjög flott fyrir augað í henni en ég skil þá alveg að nenna ekki að horfa á hana aftur.



Hún var eins og ég sagði mjög flott fyrir augað, mjög listræn og margt mjög flott í henni en skemmtanna gildið var ekki mikið. Ég dáist af leikstjóranum að hafa getað verið þarna í nánast ár að taka þessa mynd og að hafa skilað svo upptökunum svo vel af sér. Hugmyndin með að láta konu og kall og jú barn tala inn á hana var snilld. En samt ég myndi ekki nenna horfa á hana aftur. Ekki séns!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamgirls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dreamgirls er byggt á Broadway Söngleik, um þrjár svartar kvenkyns söngkonur Deeana Jones(Beyoncé Knowles), Eiffie White(Jennifer Hudson) og Lorrell Robinsson(Anika Noni Rose) sem eiga þann draum að meika það. Þær hitta á umboðsmann Curtis Taylor(Jamie Foxx)sem lofar þeim frægð og frama. Svo Í baráttunni við það að meika það þurfa þær að fórna ýmsu á leiðinni.

Dreamgirls er leikstýrð af Bill Condo(sem leikstýðri einnig Chicago) en að mínu mati tókst honum mnokkuð vel til. Sérstaklega hversu mikið hann náði að fá útúr leikurunum. Leikurinn í myndinni var mjög góður og ef einhver hefði sagt við mig fyrir 5 mánuðum að það væri mynd á leiðinni sem jennifer Hudson og eddie murphy léku í og að í þeirri mynd ættu þau stórleik, ég hefði ekki trúað því. En viti menn þau voru ótrúleg enda bæði tilnefnd til óskarsverðlauna. Skemmtilegt líka að fá að sjá Eddie í einhverju öðru en hann er vanur.


Hins vegar fannst mér myndin alls ekkert svo góð, hún var mjög langdregin á köflum og sum söngatriðin voru ekki bara pirrandi heldur óþolandi. Söguþráðurinn var svo sem ágætur en ekkert til að hrópa húrra fyrir og í raun held ég að verkið Dreamgirls eigi frekar heima í leikhúsi frekar en í kvikmyndahúsum.

Tónlistinn í myndinni var mjög skemmtileg og vel unnin þó að stundum gat hún verið mjög yfirþyrmandi en þá er helst eitt atriðið sem ætlaði aldrei að hætta.


Ég vil nefna að ein af mínum uppáhaldsmyndum er Moulin Rouge en það var söngleikur sem mér þótti virkilega góður þannig það er alls ekki það að mér leiðis söngleikir yfir höfuð. Það er samt eitthvað asnalegt við það að sjá tvær manneskjur standa í herbergi og spjalla saman og svo byrjar allt í einu önnur að syngja. En það böggaði mig þó nokkuð í þessari mynd, meira í RENT en ekkert í Moulin Rouge.


Í heild var þetta ágætis afþreying með góðum leikurum og fínni músik en ekkert meira en það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Oldboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um Dae-su Oh en honum var rænt og settur í fangelsis einangrun í fimmtán ár. Honum er svo sleppt og hefur hann aðreins fimm daga til að leysa alla gátuna og svara öllum spurningum sem hafa verið í höfðinu á honum á meðan hann var í fangelsinu.

Oldboy fannst mér einstaklega góð mynd því það var eitthvað við hana sem var allt öðruvísi en í hin týpíska ameríska mynd. Handritið af myndinni er frábært og plottið er eitt það besta sem ég hef séð. Öll umgjörðin er til fyrirmyndar og þegar maður er búin að horfa á hana er þetta algjörlega þannig mynd sem lætur þig hugsa.

Myndin var mjög óraunveruleg á köflum en ef þú lætur það ekki á þig fá þá skiptir það engu.

Fullt hús!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shallow Grave
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Shallow Grave er að mínu mati fínasta mynd. Sagan er ótrúlega góð og húmorinn í myndinni er frábær. Hún er leikstýrð af Danny Boyle sem gerði myndir eins og transpotting og 28 days later. Eitt af aðalhlutverkum myndarinnar er leikið af Ewan McGregor en þetta var hans fyrsta mynd eftir að hann útskrifaðist frá leiklistarskólanum Guild hall.

Shallow Grave er um þrjá einstaklinga sem ætla sér að leigja út herbergi í íbúðinni sinni. Eftir þó nokkra leit þá finna þau einn sem þau eru nokkuð sátt með. Daginn eftir að hann flytur inn þá kemur hann ekkert aftur út og eftir nokkra daga þá verða þau forvitinn og brjótast inn í herbergið. Það sem fylgir svo er ótrúleg saga með frábæru plotti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catch Me If You Can
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá Catch me if you can í bíó á sínum tíma þá kom hún mér ótrúlega á óvart. Í dag er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og get ég horft á hana aftur og aftur.

Handritið er víst sannsögulegt og er sagan bygð á lífi Frank Abagnale Jr. leikinn af Dicaprio en Frank gæti fengið titilinn mesti og besti svikahrappur sögunnar.

Catch me if you can átti víst að vera einhverskonar side verkefni hjá Spielberg en aðal mynd hans það árið átti að vera Artificial Intelligence eða A.I. Að mínu mati er þó Cach me if you can mun betri en A.I.

Fyrst og fremst myndi ég segja að það sem heillaði mig við þessa mynd er sagan um strákinn sem gabbar allt kerfið, en þó er vert að nefna að leikurinn hjá Dicaprio var ótrúlega góður og var hann mjög sannfærandi sem frank og öll þau hlutverk sem Frank þóttist vera. Tom Hanks er einnig þrusu góður þó að mér fannst hann oft eiga smá inni.

Leikstjórnin hjá spielberg er ótrúlega góð, tónlistin passar algjörlega við útlit myndarinnar og eftir vinslan er frábær.

Annars er gaman að segja frá því að Frank Abagnale Jr. sjálfur lék í myndinni en þar lék hann franska löggu. Ef einhver hefur áhuga þá er þetta linkur á mynd af honumm en þarna stendur hann ásamt Dicaprio. http://imdb.com/gallery/ss/0264464/Ss/0264464/CT-4223.jpg.html?path=pgallery&path_key=Abagnale%20Jr.,%20Frank



Í stuttu máli þá er myndin mjög fyndin, spennandi og vel gerð þannig ef þú ert ekki búin að sjá Catch me if you can þá mæli ég eindregið með henni!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var í þannig stuði að ég nennti ekki að takast á við einhverja snilldar mynd sem lætur þig hugsa og tekur tíma að móttaka. Ég var bara í stuði fyrir mynd eins og Tomb Raider. Tomb Raider var upphaflega byggt á tölvuleik sem bar sama nafn og myndin. Lara Croft er aðalpersóna sögunar. Hún á að vera einhverskonar blanda af James bond og Indiana Jones nema hvað að hún er kona. Lara croft er leikin af Angelinu Jolie og tekst henni ágætlega til.

Myndin sjálf var nákvæmlega það sem ég var að leita af á þeim tíma en alls engin úrvals mynd. Ég hélt þó að hún myndi vera verri en hún var og komu mörg atriði mér mjög á óvart og á tímum var ég nokkuð spenntur, sem er bara gott. Einnig gef ég henni plús fyrir að flest öll áhættu atriðin eru gerð í alvöru og þar má nefna þegar þau(Lara og Terry) hoppuðu niður af háhýsinu í kína. Reyndar voru það ekki þau en plús samt sem áður.



Ef þú ert að leita að mynd sem reynir ekki á og hefur kynþokkafulla konu í aðalhlutverki sem gaman er að horfa á, þá gæti þetta verið myndin fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mýrin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mýrin er fjórða myndin sem Baltasar Kormákur hefur leikstýrt en hún er unnin eftir bók sem spennusögu höfundurinn Arnaldur Indriðason skrifaði.

Mér þótti myndin nokkuð góð en þó alls ekki besta myndin hans Baltasars, Hafið og 101 Reykjavík þótti mér betri. Myndin var nokkuð hrá og grá en það er eitthvað sem hefur einkennt myndirnar hans og eiginlega flest allar íslenskar myndir. Leikaravalið var mjög gott og stóðu flestir sig mjög vel þó að Atli Rafn bar af og jú einnig er vert að nefna Theódór Júlíusson sem var óaðfinnanlegur sem Elliði.

Mýrin er fyndin, spennandi og fínasta afþreying en ekkert meira en það. Hún hefur engin áhrif á mann og eftir 2 vikur er maður nokkuð mikið búin að gleyma henni. Myndin er mjög góð á Íslenskum mælikvarða en ef maður miðar hana við myndir eins og Forrest Gump,The Shawshank Redemption og fleirri meistaraverk(fjórar stjörnur ef ekki meira) þá finnst mér réttlátt að gefa henni tvær og hálfa störnu en þar sem hún er íslensk bæti ég hálfri við.

Vert er að nefna að Mýrin fékk edduverðlaunin á Eddunni 2006 sem besta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég geri mig fulla grein fyrir því að það eru ótrúlega margir sem elska þessa mynd, telja þetta vera meistaverk jafnvel. Mér hins vegar fannst hún jú góð en alls ekkert meistaraverk. Söguþráðurinn var mjög áhugaverður og karerktarnir í myndinni voru það líka. Leikurinn var einnig mjög góður og öll umgjörð í kringum myndina var til fyrirmyndar. Hins var myndin mjög fyrirsjáanleg og maður var löngu búin að átta sig á öllum plottunum langt áður en þau voru sýnd. Það sem mér þótti mest gaman af var að fá að vera baksviðs í öllum töfrabrögðunum, sjá hvernig þau voru gerð og sjá hvað töframaður þufrti að leggja á sig.

í heildina var þetta fínasta mynd en meira þarf til að þetta meigi kallast meiastaverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei